/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Adolf Smári Unnarsson

/

Adolf Smári Unnarsson er leikstjóri, leikskáld og rithöfundur. Eftir útskrift frá Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands lauk hann námi í leikstjórn frá DAMU leiklistarháskólanum í Prag árið 2022.

Verk hans hafa verið sett upp á Íslandi, Póllandi og Tékklandi.

Fyrsta sýningin hans eftir útskrift úr Listaháskólanum var samtímaóperan Ekkert er sorglegra en manneskjan. Sýningin hlaut sjö tilnefningar til Grímunnar, þ.á m. sem Sýning ársins og Adolf sem leikstjóri ársins.

Árið 2017 gaf Benedikt Bókaútgáfa út hans fyrstu skáldsögu, Um lífsspeki Abba og Tolteka (Eða líf mitt sem Olof Palme) og árið 2022 kom út önnur skáldsaga hans, Auðlesin, hjá Forlaginu.

Árið 2022 sýnir Þjóðleikhúsið leikrit hans Nokkur augnablik um nótt.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími