Fredrik Kempe er höfundur tónlistar í Sem á himni og er jafnframt höfundur söngtexta ásamt Carin Pollak. Hann hefur komið víða við í sænskum tónlistarheimi sem flytjandi og lagahöfundur, jafnt á sviði popptónlistar sem óperutónlistar og annarrar klassískrar tónlistar. Hann er meðal þeirra lagahöfunda sem hafa náð hvað mestum árangri á Melodifestivalen, árlegri undankeppni Eurovisionsöngvakeppninnar í Svíþjóð, en þar hefur hann unnið til fernra verðlauna. Hann hefur einnig tvívegis tekið þátt í Melodifestivalen sem flytjandi, og hefur komið fram í söngleikjum á borð við Les Misérables og Chess. Hann hefur tvívegis hlotið Nicolai Gedda-styrkinn sem veittur er af Konunglegu sænsku tónlistarakademíunni fyrir söng sinn. Hann samdi tónlist fyrir sænska söngleikinn Livet är en Schlager sem byggður er á samnefndri kvikmynd.
Starfsfólk Þjóðleikhússins