Krufning á sjálfsmorði
Við fylgjumst með þremur kynslóðum kvenna sem segja sögu sína samtímis á sviðinu. Hér glíma útskriftarnemar leikarabrautar LHÍ við áleitnar spurningar um dekkri hliðar sálarlífsins og hvernig áhrif áfalla og sorgar virðast geta varað mann fram af manni. Verkið er hárbeitt í umfjöllun sinni um þær áskoranir sem ungt fólk þarf að takast á við, en leiftrandi samtöl og gráglettið grín gera það um leið stórskemmtilegt.
Alice Birch er eitt áhugaverðasta unga leikskáld Breta. Krufning á sjálfsmorði var frumsýnt í Royal Court leikhúsinu í London í leikstjórn Katie Mitchell og hlaut Susan Smith Blackburn-verðlaunin árið 2018. Athugið að aðgangur á sýninguna er ókeypis, en panta þarf miða.
LEIKARAR
Einig koma fram í sýningunni þau Anna María Tryggvadóttir, Arnþrúður Karen Viktorsdóttir og Skúli kanína