Aðalbjörg Þóra Árnadóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2005 og hlaut MA-gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ árið 2020. Hún hefur leikið í fjölda sýninga hjá ýmsum leikhópum, Borgarleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar, sem og í sjónvarpi, kvikmyndum og útvarpi. Hún er einn stofnenda 16 elskenda og hefur leikið í öllum verkum sviðslistahópsins og komið að skrifum og framleiðslu þeirra. Hún er annar stofnenda leikhópsins Soðið svið og hefur leikið í öllum sýningum hópsins og komið að framkvæmdastjórn þeirra. Hún leikur nú í Mæðrum í Borgarleikhúsinu, og mun leikstýra samstarfsverkefninu Þoku. Hún er einn af listrænum stjórnendum Flanerís.
Hún leikur í Ástu í Þjóðleikhúsinu í vetur.