Hljóðleikhúsið – Rung læknir
Rung læknir, eftir Jóhann Sigurjónsson í þýðingu Bjarna Jónssonar.
Flutt í beinni útsendingu úr Þjóðleikhúsinu 26. nóvember 2020.
Rung læknir var samið á dönsku árið 1905. Það fjallar um tilraunir Rungs læknis til að finna mótefni gegn berklum og um ástina í lífi hans. Verkið talar sterkt inn í samtímann nú þegar faraldur geisar og vísindamenn eru í óða önn við að þróa bóluefni. Rung læknir hefur aldrei verið sett upp á sviði hér á landi en er af mörgum talið með athyglisverðustu verkum Jóhanns Sigurjónssonar. Vigdís Hrefna Pálsdóttir er nýkomin heim úr meistaranámi í leikstjórn frá Bretlandi og leikstýrir hér sínu fyrsta verki. Í uppfærslunni er notuð tónlist úr verkinu RHÍZOMA eftir Önnu Þorvaldsdóttur.
Leikarar: Arnmundur Ernst B. Björnsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Hilmar Guðjónsson.
Leikstjóri: Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Hljóðhönnun og hljóðstjórn: Aron Þór Arnarsson. Umsjón: Jón Stefán Sigurðsson.