03. Apr. 2020

Ballið á Bessastöðum

Forsetinn á Bessastöðum er að drukkna í skyldustörfum og bréfaflóði, en dreymir um að fá tíma til að skoða skýin, eignast góða vini og borða pönnukökur. Hann fær í heimsókn kóng og drottningu, með barnabarnið sitt, prinsessuna. Þegar konungshjónin eru rokin af stað til að skoða íslenska náttúru halda forsetinn og prinsessan í ævintýralega för um fjöll og firnindi.  Á ferðalagi sínu hitta þau diskókýr og í för með þeim slæst landnámshæna. Forsetinn og prinsessan þurfa að komast tímanlega heim á Bessastaði til að veita fálkaorður og slá upp balli – en ekki fer allt eins og til er ætlast – enda er gamall, hrekkjóttur bakaradraugur á kreiki og krefst athygli!

Höfundur: Gerður Kristný
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Tónlist: Bragi Valdimar Skúlason

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími