/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Elena Ferrante

/

Elena Ferrante er einn vinsælasti höfundur Ítalíu og bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála. „Elena Ferrante“ er í raun skáldanafn höfundarins, sem fer huldu höfði. Þekktasta verk Ferrante er Napólí-fjórleikurinn sem sýning Þjóðleikhússins, Framúrskarandi vinkona, er byggður á: Framúrskarandi vinkona, Saga af nýju ættarnafni, Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi og Sagan af barninu sem hvarf. Bækurnar fjórar komu fyrst út á árunum 2011 til 2014. Leikgerð April De Angelis af fjórleiknum var frumsýnd hjá Rose Theatre árið 2017 og endurfrumsýnd í Breska þjóðleikhúsinu árið 2019. HBO hefur framleitt sjónvarpsþáttaraðir byggðar á bókunum. Fjórleikurinn hefur komið út á íslensku, sem og bækur Ferrante Óþægileg ást, Dagar höfnunar og Lygalíf fullorðinna. Ferrante sendi frá sér barnabókin La spiaggia di notte og bók um reynslu sína sem höfundur, La frantumaglia. Kvikmyndir hafa verið byggðar á skáldsögum Ferrante Óþægileg ást og Dagar höfnunar.

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími