50 sýningar á Línu að baki!

Í gær fögnuðum við 50. sýningunni á Línu. Og að sjálfsögðu fyrir fullu húsi og eins og sjá má voru leikarar og áhorfendur í banastuði. Lína Langsokkur var fruymsýnd í septemer og hefur verið í þéttri sýningu æ síðan. Alls hafa nú ríflega 25 þúsund leikhúsgestir séð sýninguna og nú er að verða uppselt í janúar, örfá sæti laus í febrúar og það er að þéttast á sýningarnar í mars. Það er því til mikils að vinna að drífa í miðakaupum. Miðar á Línu Langsokk eru stórfín jólagjöf!
Lína hefur það stórfínt og er sjálfri sér lík; með hest á veröndinni, apa á öxlinni og bakar pönnukökur í matinn! Hún býr ein á Sjónarhóli, á fulla tösku af sjóræningjapeningum og neitar að læra fargnöldrunartöfluna! Hún á ekki vandræðum með að leika á Glám og Glúm, dansar við frú Prússólín og tekur Adolf sterka í bóndabeygju! Já, allir elska hana Línu Langsokk! Uppátæki hennar eru engu lík!
