04. Des. 2025

Aukin áhersla á aðgengi ólíkra hópa

Í kvöld, fimmtudaginn 4. desember er boðið upp á sjónlýsta sýningu á Íbúð 10B. Sjónlýstar sýningar eru fyrst og fremst ætlaðar blindum og fólki með sjónskerðingar. Sjónlýsendur eru Þórunn Hjartardóttir og Guðbjörg Hjartardóttir. Þær munu lýsa því sjónræna sem á sér stað á sviðinu.
Þau sem nýta sér þjónustuna fá heyrnartól afhent í miðasölu. Hafa skal samband við miðasölu til að bóka. Taka þarf fram hversu margir í hópnum ætla að nýta sér sjónlýsingu. Aðrir leikhúsgestir verða ekki varir sjónlýsingar.

Laugardaginn 6. desember verður boðið upp á svokallaða skynvæna sýningu á Jólagjöf Skruggu. Skynvænar sýningar eru einkum ætlaðar skynsegin einstaklingum og öðrum sem geta upplifað mikið skynrænt áreiti í leikhúsi.

Í tengslum við skynvænar sýningar er gefinn út sjónrænn sögðuþráður í hefti sem nálgast má rafrænt á heimasíðu leikhússins. Þar er sýningunni og skynáreiti sem hún getur vakið lýst. Gert er grein fyrir hvenær innan sýningarinnar má búast við skynrænu áreiti,  svo sem óvæntum hljóðum eða ljósabreytingum.

Skynvænar sýningar Sjónlýstar sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími