Forsala hafin á Söngleikinn Kabarett

Söngleikurinn Kabarett verður frumsýndur í Þjóðleikhúskjallaranum í mars 2026. Forsölutilboð gildir í tvo daga. Ekki missa af lestinni – komdu á Kabarett! Leikhús ókunnuga fólksins er glænýtt leikfélag sem undirbýr um þessar mundir kraftmikla uppfærslu á hinum klassíska og geysivinsæla söngleik Kabarett eftir Masteroff, Ebb og Kander í íslenskri þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar.
Tryggðu þér þín sæti strax. Forsölutilboð gildir daganna 3.-4. desember. Miðinn fæst á einungis 6.950 kr.
Kaupa miðaSöngleikurinn Kabarett fjallar á ögrandi hátt um samfélag á heljarþröm. Verkið býður áhorfendum í tímaferðalag tæplega 100 ár aftur í tímann inn á stórfjörugan en afar kynlegan skemmtistað í Berlín. Í næturhúminu blómstra ástin, frelsið og listin en samtímis eykst ógn nasismans fyrir utan veggi klúbbsins. Á sýningarkvöldum fá áhorfendur tækifæri til að stíga inn í söguheim verksins þar sem Þjóðleikhúskjallarinn umbreytist í töfrandi kabarettklúbb. Bjartur Örn Bachmann leikstýrir verkinu.

