12. Mar. 2025

Blómin á þakinu frumsýnt á Litla sviðinu

Laugardaginn 15. mars frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Blómin á þakinu, en verkið byggir á samnefndri bók sem kom út fyrir um 40 árum síðan og hefur heillað hverja kynslóðina á fætur annarri. Sagan af Gunnjónu sem flytur úr sveitinni í borgina og þarf að aðlagast nýjum heimkynnum er undurfalleg og heillandi. Sýningin hentar börnum frá 2 ára aldri og fjölskyldum þeirra og er um 45 mínútna löng.

Kaupa miða

Listrænir aðstandendur sýningarinnar, þær Agnes Wild, Eva Björg Harðardóttir og Sigrún Harðardóttir, hafa getið sér gott orð fyrir hrífandi barnasýningar á vegum leikhópsins Miðnættis og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir framlag sitt til barnamenningar. Þjóðleikhúsið hefur nú fengið þessar þrjár listakonur til að skapa nýja barnasýningu þar sem hugmyndaflugið og leikgleðinni er gefinn laus taumur.

 

Bók þeirra Ingibjargar Sigurðarsóttur og Brian Pilkington hefur átt gríðarlegum vinsældum að fagna og er nú fáanleg á fjölda tungumála.

 

Leikarar:

Edda Arnljótsdóttir, Örn Árnason, Dagur Rafn Atlason og Inga Sóllilja Arnarsdóttir

Listrænir stjórnendur:

Handrit
Agnes Wild, Eva Björg Harðardóttir, Sigrún Harðardóttir

Höfundar bókar
Ingibjörg Sigurðardóttir, Brian Pilkington

Leikstjórn
Agnes Wild

Leikmynd, búningar og brúðugerð
Eva Björg Harðardóttir

Tónlist
Sigrún Harðardóttir

Lýsing
Jóhann Bjarni Pálmason

Hljóðhönnun
Aron Þór Arnarsson

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími