/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Þorleifur Einarsson

/

 

Þorleifur leikur í Geim-mér-ei í samstarfi Þjóðleikhússins og Miðnættis.

Þorleifur Einarsson útskrifaðist frá leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands vorið 2013. Eftir útskrift hóf hann störf við Þjóðleikhúsið og lék í sýningunum: Maður að mínu skapi, Dýrin í Hálsaskógi, Óvitar, Þingkonurnar og Spamalot. Í Borgarleikhúsinu var hann í söngleiknum Matthildi. Með sjálfstæðum leikhópum hefur Þorleifur m.a. leikið í sýningunum: Stertabenda, Á eigin fótum og Insomnia. Þá hefur Þorleifur leikið í kvikmyndunum: Hrútar og Svanurinn. Þorleifur hefur starfað við hin ýmsu störf tengd sjónvarps- og myndbandaframleiðslu sem leikstjóri, handritshöfundur o.fl. Þorleifur á að baki margra ára reynslu í samkvæmisdönsum þar sem hann keppti, kenndi og vann til fjölda verðlauna á Íslandi og erlendis. Auk þess stundaði Þorleifur tónlistarnám á yngri árum og spilaði með hljómsveitum og helstu tónlistarmönnum landsins um tíma.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími