12. Des. 2024

Guðrún S. Gísladóttir sjötug

Þjóðleikhúsið og starfsfólk leikhússins óskar Guðrúnu S. Gísladóttur hjartanlega til hamingju með sjötugsafmælið sem hún fagnar í dag! Guðrún hefur leikið fjölda burðarhlutverka í gegnum tíðina hjá Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur, en hún lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1977. Guðrún lék fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur og vakti þar m.a. mikla athygli fyrir leik sinn í Degi vonar og Sölku Völku. Hún hefur leikið fjölda eftirminnilegra hlutverka í Þjóðleikhúsinu, m.a. í Mýrarljósi sem hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir, sem og Konunni við 1000°, Dagleiðinni löngu, Íslandsklukkunni, Vegurinn brennur og Þrettándakvöldi, en hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir allar þessar sýningar. Hún lék hér m.a. einnig í Eddu, Múttu Courage, Út að borða með Ester, Kafbáti, Englinum, Öllum sonum mínum, Pétri Gaut, Stundarfriði, Ég heiti Ísbjörg ég er ljón og Mávinum. Einnig leikstýrði hún nýlega samstarfsverkefninu Aspas, sem sýnt var í Krónunni. Guðrún lék nýlega í Mávinum hjá LR. Hún hefur leikið í ýmsum kvikmyndum, m.a. Fórninni eftir Tarkovský. Guðrún hlaut Menningarverðlaun DV fyrir Agnesi barn guðs.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími