06. Des. 2024

Gauragangur í fullveldiskaffi fyrrum starfsmanna Þjóðleikhússins

Á hverju ári bjóðum við fyrrum starfsfólki Þjóðleikhússins í heimsókn og rifjum upp gamla tíma. Að þessu sinni var söngleiksins dásamlega Gaurargangs, eftir Ólaf Hauk Símonarson, minnst sérstaklega. Leikarar, listrænir stjórnendur og 3/5 hljómsveitarinnar Nýdönsk sem sömdu tónlistina ásamt Ólafi Hauki, og tóku þátt í sýningunni sem var frumsýnd árið 1994, rifjuðu upp skemmtilegar sögur tengdar þessu ævintýri. Gauragangur varð gríðarlega vinsæl sýning og rataði aftur á fjalirnar í Borgarleikhúsinu 2010 við síst minni vinsældir.
Eins og sjá má á myndum hér að neðan voru þetta dýrmætir endurfundir.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími