27. Ágú. 2024

Samstarfsleikhús Þjóðleikhússins í Póllandi, sýnir magnaða sýningu á Stóra sviðinu 5. sept.

Samstarfsleikhús Þjóðleikhússins í Póllandi, Stefan Żeromski leikhúsið, sýnir gestasýningu á Stóra sviðinu þann 5. september næstkomandi. Leikverkið er byggt á þekktri pólskri skáldsögu. Meðal leikara í sýningunni er Tomasz Kot, einn þekktasti leikari Pólverja sem lék meðal annars í kvikmyndinni Cold War sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna. Innsetning eftir Oskar Sadowski verður sett upp í leikhúsinu í tengslum við sýninguna. Sami leikhópur sýndi áður Gróskuna í grasinu í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu húsi. Sýningin verður textuð á íslensku og ensku. 

Nánar

 

Skáldsagan Sjóndeildarhringurinn eftir Wiesław Myśliwski þykir meðal fegurstu skáldsagna Pólverja, en í henni er sveitaþorpið í sögumiðju. Sagan er öðrum þræði sjálfsævisöguleg, en um leið er hún óður til ákveðins staðar og tíma. Höfundurinn horfir til fortíðar og um leið og hann beinir kastljósinu að sögu fjölskyldu sinnar bregður hann upp mynd af smábæ á tímum síðari heimsstyrjaldar og allt til loka tuttugustu aldar.  Sýningin er margrómuð í heimalandinu og hefur vakið athygli út fyrir landsteinana.  

Sjóndeildarhringurinn
byggt á skáldsögu eftir Wiesław Myśliwski 

Leikstjóri: Leikstjórn Michał Kotański 

Leikarar: Tomasz Kot, Wojciech Niemczyk, Edward Janaszek, Joanna Kasperek, Janusz Głogowski, Beata Wojciechowska, Dawid Żłobiński, Aneta Wirzinkiewicz, Łukasz Pruchniewicz, Dagna Dywicka, Anna Antoniewicz, Beata Pszeniczna, Ewelina Gronowska, Andrzej Cempura, Jacek Mąka, Andrzej Plata, Klaudia Janas, Zuzanna Wierzbińska, Mateusz Bernacik, Kuba Golla, Oskar Jarzombek, Oliwier Góra, Antoni Klapa, Wojciech Deneka 

 

Leikgerð: Radosław Paczocha 
Leikmynd: Magdalena Musiał 
B
úningar: Kornelia Dzikowska
Tónlist: Lubomir Grzelak 
Sviðshreyfingar: Szymon Dobosik 
Myndbandshönnun: Jakub Lech
Lýsing: Damian Pawella 


Stefan Żeromski leikhúsið í Kielce í Póllandi nr meðal elstu leikhúsa Póllands og nýtur mikillar virðingar víða um heim. Þjóðleikhúsið og Żeromski leikhúsið hafa átt í samstarfi á síðustu misserum og skemmst er að minnast þess að allt starfsfólk leikhússins sótti Þjóðleikhúsið heim og vann í vinnustofum með íslenskum kollegum auk þess að sýna Gróskuna í grasinu fyrir fullu húsi á Stóra sviðinu fyrir tveimur árum. Einnig var fluttur hér leiklestur á Munaðarleysingjahælinu eftir úkraínska höfundinn Serhij Zadhan.  Leikhúsið í Kielce þróaði leiksýningu, Nokkrar sögur frá Íslandi, sem var innblásin af reynslu Pólverja sem búsettir eru á Íslandi en verkið var sýnt í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur í Kielce fyrr á árinu. Nú í nóvember fer starfsfólk Þjóðleikhússins til Póllands og vígir nýtt leikrými leikhússins með því að sýna verðlaunasýninguna Vertu úlfur.
 

Gestasýningin og heimsóknin nú í september er fjármagnað að hluta af mennta- og þjóðminjamálaráðuneyti Póllands sem hluti af verkefninu Hvetjandi menning (Kultura Inspirująca), sem hefur það að markmiði að kynna pólska menningu á erlendri grundu.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími