JENNIFER LEE er handritshöfundur í Frosti/Frozen sem Þjóðleikhúsið sýnir. Hún samdi handrit fyrir teiknimyndirnar Frozen og Frozen II frá Walt Disney Studios og vann til Óskarsverðlauna fyrir fyrrnefndu myndina. Hún leikstýrði einnig myndunum ásamt Chris Buck. Fyrir Frozen hlaut Lee fjölda verðlauna, m.a. Golden Globe, Critics Choice Award, BAFTA Award og Óskarsverðlaun. Lee leiðir skapandi teymi Walt Disney Animation Studios, og ber ábyrgð á öllum kvikmyndum, stuttmyndum og streymisefni sem unnið er í stúdíóinu. Má þar nefna myndirnar Encanto, Raya and the Last Dragon og Wish, en hún er einn höfunda síðastnefndu myndarinnar. Hún hóf störf fyrir Disney sem meðhöfundur í Wreck-It Ralph, sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna.
Starfsfólk Þjóðleikhússins