/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Brynhildur Karlsdóttir

Aðstoðarmaður leikstjóra
/

Brynhildur er sviðslistakona, tónlistarkona, dagskrárgerðarmaður, danshöfundur og skáld.

Hún var danshöfundur í söngleikjunum Vorið Vaknar árið 2015 og West Side Story árið 2017 sem bæði voru sett upp af Herranótt M.R. Hún gaf út bókina Bréf frá Bergstaðastræti 57 ásamt Adolf Smára Unnarssyni árið 2018. Hún leikstýrði leikritinu Innfædd 2018 sem var sett upp af leikhópnum Unglyndi. Hún er einn af stofnfélögum Menningarfélagsins Mooz sem hefur sett upp tvö sviðsverk – Nýjasta tækni og mislyndi og Allt sem er fallegt í lífinu. Hún gerði útvarpsþættina Ræflarokk í Reykjavík á Rás 2 ásamt Stefáni Ingvari Vigfússyni 2019. Einnig er Brynhildur söngkona og textahöfundur hljómsveitarinnar Hórmóna sem sigraði Músíktilraunir árið 2016. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu hljómplötu Nanananabúbú árið 2018

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími