/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sveinn Einarsson

/

Sveinn Einarsson f. 18. 9. 1934. Foreldrar: Kristjana Þorsteinsdóttir píanókennari, f. 1.7. 1903, d.  19.10. 1981 og dr. Einar Ól. Sveinsson prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. 12.12. 1899 á Höfðabrekku í Mýrdal, d. 18. 4. 1984. Maki: Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og MA í sagnfræði, f. 23. 1. 1939.  Foreldrar maka: Ingunn Jónsdóttir f. 25. 12. 1917,  d. 1 mars 2005. og Kristján G. Gíslason stórkaupmaður. f. 5.3. 1909, d.12.12. 1993. Barn: Ásta Kristjana f. 5.10. 1969, BA (hons) í stærðfræði og heimspeki frá Brandeisháskóla, MA i heimspeki frá Harvard, PhD í heimspeki frá MIT 2004. Prófessor við Duke-háskóla Maki: dr. Dore Bowen Solomon, listfræðingur. Barn: Þóra Djuna Ástudóttir Solomon, f. 11. nóv. 2013.

Nám: Stúdentspróf frá MR 1954. Fil. kand. í almennri bókmenntasögu, leiklistarsögu og heimspeki frá Stokkhólmsháskóla 1958 (aðalgrein: bókmenntasaga, einkunn berömlig). Fil. lic. í leikhúsfræðum frá sama háskóla 1964 (ágætiseinkunn). Framhaldsnám í samanburðarbókmenntum og leiklistarfræðum við Sorbonne-háskóla 1958-59 og 1961. Nám í frönsku og sænsku við Háskóla Íslands 1959-60. Námsdvöl í Oxford 1971 og í þrjá mánuði í Kaupmannahöfn 1972-73, auk fjölda styttri námskeiða. Dr. phil. (Háskóli Íslands) 2006. Í leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1952-53 (aðalkennarar Gunnar Róbertsson Hansen og Einar Pálsson). Aðstoðarleikstjóri við Riksteatern í Svíþjóð 1962. Lærlingur við Stokkhólmsóperuna um skeið (1955-57) og þátttakandi í starfi sænska stúdentaleikhússins (sömu ár). Vann eitt sumar (1958) í Drottningshólmsleikhúsinu í Svíþjóð..

Aðalstörf: Blaðamaður við Alþýðublaðið sumurin 1955-57, leikgagnrýnandi þess blaðs 1959-60. Fulltrúi í dagskrárdeild Ríkisútvarpsins frá júlí 1959 til áramóta 1960-61 og sumurin  1961 og 1962. Fyrsti leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1963-72. Skólastjóri og kennari við Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1963-69. Þjóðleikhússtjóri 1972-83. Menningarráðunautur í Menntamálaráðuneytinu 1983-89, 1993-95 og 1998-2004. Dagskrárstjóri innlendrar dagskrár Sjónvarps 1989-93. Formaður (listrænn stjórnandi) stjórnar Listahátíðar í Reykjavík frá 1998-2000. Settur forstöðumaður Þjóðmenningarhússins í sex mánuði 2002. Í aðalstjórn UNESCO 2001-2005. Leikstjóri frá 1965. Rithöfundur frá 1970.

Önnur störf: Í stjórn Norræna leiklistarsambandsins 1972-89 og varaformaður um skeið. Hvatamaður að stofnun Leiklistarsambands Íslands og fyrsti formaður 1972-89. Í Vasa-nefndinni sem skipulagði námskeið fyrir norræna leikstjóra 1967-74. Í norrænu Gestaleikjanefndinni 1974-77 og fleiri norrænum leiklistarnefndum, þeirra á meðal Nordiska teaterkomitén 1977-81. Í RKK  (Rådgivende komité for kulturelle anliggender) 1973-77. Í aðalstjórn Alþjóðasamtaka leikhúsmanna (ITI) 1977-81, varaforseti 1979-81. Í stjórn Sambands norrænna leikhússtjóra 1965-83. Í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands af og til, formaður 1983-91; kennari þar öðru hverju. Stundakennari við Listaháskóla Íslands vormisseri 2008 og stundum síðar. Stundakennari af og til í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, Tónlistarskólanum í Reykjavík, Söngskóla Sigurðar Demetz og Listaháskóla Íslands (sk.masterclasses). Í Leiklistarráði um margra ára skeið. Í stjórn Sænsk-íslenska félagsins 1964 – 71, formaður 1984-87. Stundakennari við Háskóla Íslands 1971-72, 1976-77, 1980-81, 1990-91. Formaður Leikskáldafélags Íslands 1985-89. Í varastjórn Amnesty International um skeið.  Í úthlutunarnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1985-90. Í menningarmálanefnd Evrópuráðsins 1986-89 og 1993-95. Formaður skáldskaparnefndar Evrópuráðsins 1987-90. Í stjórn Samtaka norrænna leiklistarfræðinga 1989-1993. Í norrænni nefnd um óperuflutning 1985-91. Fulltrúi Evrópuráðsins í stjórn Evrópsku menningarstofnunarinnar í Delfi 1990-1996. Í nefndum til að endurskoða lög um Þjóðleikhús 1990, lög um listdans 1987-90 og til undirbúnings nýjum leiklistarlögum 1994-95. Í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs 1985 og 1986 og í nefnd á vegum kvikmyndagerðarmanna til að velja myndir til kynningar erlendis. Ýmis önnur svipuð störf, t.d. í dómnefnd um norræn sjónvarpsleikrit. Formaður Félags ísl. leiklistarfræðinga 1982-88. Í ritstjórn tímaritsins Ord og Bild 1957-62, í ritstjórn tímaritsins Nordic Theatre Studies 1988-1996. Í undirbúningsnefnd af Íslands hálfu fyrir Björgvinjarhátíðina 1992 og fyrir menningarkynningu á Grænlandi 1999. Stóð að stofnun Íslenska dansflokksins 1973. Hvatamaður að stofnun Félag leikstjóra á Íslandi 1973. Formaður stjórnar Listdansskóla Íslands og Íslenska dansflokksins 1992-96. Í framkvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík frá upphafi 1968 til 1974 og frá 1978-80 og í fulltrúaráðinu frá 1968-1983. Varaformaður frá 1996, formaður (listrænn stjórnandi) frá 1998-2000; aftur varaformaður stjórnar 2000-2002. Í sérfræðinganefnd til að spá í framtíð menningarmála (á vegum forsætisráðuneytisins) 1984-6). Í ýmsum nefndum á vegum menntamálaráðuneytisisns til að fjalla um menningu og listir.  Í nefnd á vegum Bandalags ísl. listamanna til að gera tillögur um nýja hætti til stuðnings listum og listamönnum Í fulltrúaráði Samtaka um byggingu tónlistarhúss til fjölda ára og í stjórn 1987-90. Í nefnd til framkvæmdar fransk-íslenska menningarsáttmálanum 1989, 1994 og 2000. Formaður menningarmálanefndar Norræna félagsins 1994-98. Í framkvæmdanefnd til undirbúnings norrænnar menningarhátíðar, Sólstafir, í Reykjavík 1994-5. Í nefnd til undirbúnings Sænsk- íslenska menningarsjóðsins 1994-95, varaformaður í sjóðsstjórn  1995-97, 1998-99 og 2000-01, 2003-3 og 2005-06,  formaður frá 1997-98 og 1999-2000 og 2001-02, 2004-5.  Formaður íslensku UNESCO-nefndarinnar  1995-2005. Í alþjóðlegri sérfræðinganefnd á vegum Evrópuráðsins til að gera úttekt á menningarstefnu Rússa 1995-96.  Forseti Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík 1997-2008. Formaður listanefndar Kristnihátíðar frá 1998–99. Í forsvari fyrir sænskri menningarviku í Reykjavík haustið 2003. Listrænn stjórnandi íslenskrar menningarkynningar í Frakklandi 2004 (ásamt Chérif Khaznadar). Í valnefnd vegna íslensku bjartsýnisverðlaunanna frá 2004-2014. Stjórnarformaður Leikminjasafns Íslands frá 2004-2010. Formaður í forsagnarnefnd fyrir byggingu óperuhúss í Kópavogi 2007. Umsjón með starfi Jónasarnefndar á 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar 2007. Andmælandi við doktorsvörn í Háskóla Íslands 2009. Í nefnd vegna verðlauna Vigdísar Finnbogadóttur frá 2020-22.

Fyrirlestrahald og þáttagerð: Hefur flutt fyrirlestra um íslenska leiklist og menningu á málþingum  og við ýmsa háskóla, t.d. Kaupmannahöfn, Lundi, Gautaborg, Stokkhólmi, Þrándheimi, Helsinki, Minneapolis, Berkeley, Delfi, Bonn, Köln, Caen, Seoul og víðar. Hefur flutt leikhúspistla  og annast um 400 útvarpsþætti ( t.d. þáttaraðirnar Leikhússpjall, Skáld vikunnar, Kvöldstund með Sveini Einarssyni og Út um víðan völl, auk fjölmargra sjálfstæðra þátta). Útbúið ennfremur nokkra sjónvarpsþætti, t.d jóladagskrár um nokkurra ára skeið.

Leikstjórn:  Hefur stýrt  tæplega 120 leiksýningum á sviði, ef allt er talið, þ.á.m sviðsettur leiklestur, revíur, barnaleikrit og samsett dagskrárverk. Verk m.a. eftir Æskýlos (Oresteia), Sófókles (Antígóna), Shakespeare (Hamlet), Molière (Ímyndunarveikin, Aurasálin), Racine (Fedra), Jobs bók, Ibsen (Hedda Gabler, Brúðuheimili, Afturgöngur, Pétur Gautur) og Strindberg (Faðirinn, og sviðsettur leiklestur á Dauðadansinum); enn fremur Matthías Jochumsson (Útilegumennirnir), Davíð Stefánsson (Gullna hliðið), Jóhann Sigurjónsson,  (sviðsettur leiklestur á Fjalla-Eyvindi), Halldór Laxness (Silfurtunglið, ásamt Bríeti Héðinsdóttur, Íslandsklukkan), Jean Tardieu (Ég er kominn til að fá upplýsingar), Mrozek (Tangó), Gombrowicz (Yvonne Búrgundarprinsessa), Schéhadé  (Hafið bláa hafið),  Buero Vallejo (Þegar skynsemin blundar) Ghelderode (Escurial). Ennfremur í sjónvarpi, m.a. Sú sterkasta (Strindberg), Hedda Gabler (Ibsen) og Galdra-Loftur (Jóhann Sigurjónsson), Afsakið hlé! (Árni Ibsen) og Stríðsárablús (Jónas Árnason); ennfremur Áramótaskaup 1988 og Bubbi kóngi (Herrnótt Menntaskólans í Reykjavík 1968) Stýrt yfir 70 útvarpsleikritum. Hefur stýrt leikritum og óperum á Íslandi, Norðurlöndum og Bretlandi og leiksýningar hans verið sýndar á Norðurlöndum, Þýskalandi, Bretlandi, Eistlandi, Kanada, Venezúela og Kóreu. Hefur stýrt frumflutningi á verkum m.a. eftir Halldór Laxness (Kristnihald undir Jökli), Jökul Jakobsson  (Sjóleiðin til Bagdad, Í öruggri borg), Árna Ibsen (Afsakið hlé), Odd Björnsson (Dansleikur) og Kjartan Ragnarsson (Snjór), Guðmund Steinsson (leiklestur á  Þjóðhátíð.) og óperunum Silkitrommunni eftir Atla Heimi Sveinsson, (Reykjavík og Caracas), Fredkulla eftir Udbye (Þrándheimi, ásamt Stein Winge), Gretti eftir Þorkel Sigurbjörnsson (Bayreuth, Bonn og Toronto) og Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson (50 ára leikstjórnarafmæli 2015). Hefur einnig stýrt óperum eftir Mozart, Verdi, Puccini, Mascagni og Leoncavallo á Íslandi og í Noregi. Leikstjóri leikflokksins Bandamenn frá 1992-2012 og hefur ferðast með sýningar Bandamanna (Bandamanna saga, Amlóða saga, edda.ris) í þrjár heimsálfur á 22 leiklistarhátíðum, m.a. í Leikhús þjóðanna í Seoul 1997. Textaleikstjóri og tilsögn fyrir leikarana við sjónvarpskvikmyndina Brekkukotsannál 1972 og aðstoðarleikstjóri við Paradísarheimt 1980. Forystumaður Vonarstrætisleikhússins (ásamt Vigdísi Finnbogadóttur) frá 2009.

Ritstörf: Leikhúsið við Tjörnina, 1972, Níu ár í neðra 1984, Gabríella í Portúgal 1985, Íslensk leiklist I 1991, Dordingull  1994, Íslensk leiklist II, 1996, Rafmagnsmaðurinn 1998, Ellefu í efra 2000. A People´s Theatre Comes of Age, 2006-7, Leiklistin í veröldinni 2007. Af sjónarhóli leikstjóra 2012, Kamban 2013, Eimskipið Gullfoss siglir yfir Atlantshafið 1925, 2014, Íslensk leiklist III  1916, Mitt litla leiksvið 1917; Ágrip af íslenskri leiklistarsögu (handprent) 1918, Eitt lítið óvísindalegt leikhúskver 2019, og Úti regnið grætur. Bók um Jóhann Sigurjónsson 2019.

Flutt leikrit: Fjöreggið. LR 1984, Ég er gull og gersemi (byggt að hluta á Sólon Íslandus eftir Davíð Stefánsson). LA 1984-5, Búkolla, Þjóðleikhúsið 1991, Bandamannasaga, Bandamenn 1992,  Amlóða saga, (Bandamenn. frumflutt í Danmörku) 1996, Daughter of the Poet (frumflutt af The Icelandic Take Away Theatre í London 1998. á ísl. Dóttir skáldsins 2000), edda.ris, Bandamenn 2000, Sómi Íslands sverð og skjöldur, The Jón Sigurðsson Play (á 200 ára afmæli Jóns, Mountain, Norður-Dakota, Winnipeg og Markerville, Alberta 2011; Fáir, fátækir smáir, leiklesið í Vonarstrætisleikhúsinu í Hannesarholti 2018. Ennfr. Viðkomustaður, sjónvarpskvikmynd 1970 og Tíminn vill ei tengja sig við mig, sjónvarpskvikmynd 1993. Fjögur útvarpsleikrit: Slitur úr biblíusögum 1970, Hugarleiftur kvik 1971, Framtíð 1995, Gabríelsguðspjall 2008. Leikgerðir af þremur verkum eftir Halldór Laxness: Kristnihaldi undir Jökli (Úa 1970), Atómstöðinni (ásamt Þorsteini Gunnarssyni, 1972)) og Húsi skáldsins (1982). Leikgerðir af Útilegumönnum Matthíasar Jochumssonar 1972 og Sverði og bagli eftir Indriða Einarsson (ósýnt).

Ritað fjölda greina um leiklist og menningarmál í innlend og erlend tímarit og blöð, Skírni, Andvara, TMM, Lesbók Morgunblaðsins, Ritið, leikskrár leikhúsa og ýmis erlend fagtímarit. Birt nokkur ljóð og smásögur. Þýtt nál. 20 leikrit, m.a. eftir Strindberg (Brunarústin), Ibsen (Brúðuheimili), Molière (Aurasálin, Hrekkjalómurinn, Uppskafningurinn og Læknir hvað sem tautar og raular, Ímyndunarveikin), Kaj Munk (Hann situr við bræðsluofninn), Obaldia (Indíánaleikur), Beckett (Leikur án orða, ásamt Ólafi Jónssyni), Ingmar Bergman (Gömul mynd á kirkjuvegg), Harold Pinter (Landslag), Dario Fo (Þjófar lík og falar konur, Sá sem stelur fæti er heppinn í ástum), Tove Jansson (Leikhúsálfarnir), Bengt Ahlfors (Síðasti vindillinn) Maeterlinck ofl.

Viðurkenningar: Gullpennasjóðsverðlaun M.R. 1954. Menningarverðlaun Þjóðleikhússins 1985. Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir Gabríellu í Portúgal 1986. Félagi í Société de la culture européenne. Riddari finnsku Hvítu rósarinnar 1989. Norrænu Clara Lachmann-verðlaunin fyrir framlag til norrænnar menningarsamvinnu 1990. Konungl. norska viðurkenningarorðan 1993. Fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Ríkisútvarpsins á lýðveldisafmæli 1994. Heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 1994.  Starfslaun listamanna til þriggja ára 1995-8. Verðlaun af Gjöf Jóns Sigurðssonar 1997. Heiðursfélagi Félags leikstjóra á Íslandi 1999. Menningarverðlaun DV fyrir leikstjórn á Hamlet hjá Leikfélagi Akureyrar 2003.  Gullgríman, heiðursverðlaun fyrir lífsstarf að leiklist í fyrsta skipti sem þeim verðlaunum var úthlutað, 2003. Stórriddari (kommandör), Sænska Norðstjörnuorðan 2003. Poul Harris-félagi í Rótaryklúbbi Reykjavíkur 2004. Officier de l´Ordre des arts et lettres 2004. Heiðursfélagi Norræna leiklistarsambandsins 2008 í fyrsta sinni sem þeim var úthlutað. Letterstedtsku menningarverðlaunin 2010. Gullmerki Norræna félagsins á Íslandi 2015.

Meðal áhugamála:  Tónlist. Saga og tungumál,  arkitektúr og skipulagsmál,  skógrækt, skíðaíþrótt og ferðalög.

 

 

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími