Tumi Árnason semur tónlist fyrir sýningu Þjóðleikhússins Ást Fedru.
Tumi er hljóðfæraleikari og tónskáld. Hann hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, leikið inn á tugi hljómplatna, samið tónlist fyrir kvikmyndir sem sýndar hafa verið á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, tekið þátt í myndlistarverkum og gjörningum, og spilað á viðburðum þar sem mörk hljómlistarinnar eru könnuð. Hann hefur unnið með tónlistarfólki úr ýmsum áttum, m.a. hljómsveitum Ingibjargar Turchi, Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar, Benna Hemm Hemm og Grísalappalísu. Dúó hans og Magnúsar Trygvasonar Eliassen sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 2018 og er ný plata væntanleg. Plata hans Hlýnun hlaut verðlaun fyrir tónverk ársins í flokki jazz- og blústónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2022.