Elmar Gilbertsson lék í söngleiknum Sem á himni í Þjóðleikhúsinu.
Elmar Gilbertsson útskrifaðist úr Söngskóla Sigurðar Demetz 2007 og lauk meistarnámi í óperusöng við Tónlistarháskólann í Amsterdam og Konunglega tónlistarháskólann í Haag. Aðalkennari hans var Jón Þorsteinsson. Hann hefur sungið í óperuhúsum og tónleikasölum víða um Evrópu og er nú fastráðinn við Óperuna í Stuttgart. Hann hefur m.a. farið með hlutverk Taminos og Monostatos í Töfraflautunni, Dons Ottavio í Don Giovanni, Ferrandos í Cosí fan tutte, Alfreds í Leðurblökunni, Elvinos í La Sonnambula, Nerones í Krýningu Poppeu, Kúdrjás í Katja Kabanova, prinsins í Öskubusku, Mímis í Rínargulli, Hertogans af Mantua í Rigoletto og Lenskys í Evgéní Ónégin. Elmar hlaut Grímuverðlaunin fyrir söng í Ragnheiði og Don Giovanni og Íslensku tónlistarverðlaunin 2014 og 2016 í flokki sígildrar tónlistar.