Viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga og notkunar tæknibúnaðar
Í leikhúsi er fjallað um ólíka kima tilveru okkar, og sú umfjöllun getur verið ágeng fyrir áhorfendur, auk þess sem ákveðin tegund leikhústækni getur vakið viðbrögð sem trufla suma áhorfendur. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og fá nánari upplýsingar um tilteknar sýningar fyrir fram teljir þú að eitthvað í þeim gæti vakið upp óþægilegar tilfinningar eða önnur viðbrögð sem þú vilt forðast, midasala@leikhusid.is.
Hér að neðan er yfirlit yfir kveikjuviðvaranir/áfallaviðvaranir (e. trigger warnings) fyrir hverja leiksýningu. Við leitumst við að uppfæra upplýsingar jafnóðum, þannig að við biðjum þig að hafa í huga að þær geta tekið breytingum. Ábendingar eru vel þegnar, midasala@leikhusid.is.
Athugaðu að upplýsingar um sýningar á þessari síðu geta mögulega spillt fyrir upplifun þinni af söguframvindu og því hvernig upplýsingum er miðlað í sýningunni.
Viðvörun vegna umfjöllunarefnis:
Bardagar sviðsettir.
Viðvörun vegna tækni:
Í sýningunni eru notuð skær, blikkandi ljós.
Viðvörun vegna umfjöllunarefnis:
Verkið er byggt á sígildum grískum harmleik, og efnið getur valdið óhug. Í sögunni kemur m.a. fyrir ofbeldi, kynferðisofbeldi, stríð, blóð og morð.
Viðvörun vegna tækni:
Blikkandi ljós og snöggar ljósabreytingar. Malað rúgmjöl er notað og það getur þyrlast upp. Reykt er tóbakslaus sígarretta á sviðinu. Reykelsi er brennt.
Viðvörun vegna umfjöllunarefnis:
Fjallað er um uppruna fólks og hörundslit.
Eggvopn er handleikið.
Áfengi er haft um hönd.
Blikkandi ljós
Í sýningunni bregður tvisvar fyrir blikkandi ljósum/strobe-ljósum: Í byrjun (elding) og þegar Lína er uppi á þaki.
Aldursviðmið: Sýningin hentar að jafnaði áhorfendum frá 3ja ára aldri.
Sýningar í stórum sal henta yfirleitt ekki ungum börnum, m.a. vegna sýningarlengdar, fjölda áhorfenda og mögulegs áreitis frá ljósum og hljóði. Þjóðleikhúsið býður upp á úrval styttri sýninga fyrir yngri börn á minni sviðum, sjá hér.
Hafa ber í huga varðandi barnasýningar að sum börn eru viðkvæmari en önnur fyrir áreiti af fjölmenni eða ljósum og hljóði. Hjá Línu Langsokk gengur auðvitað mikið á, bófar fara á kreik og Lína getur látið óvænta hluti gerast!
Við minnum á að ef börn gerast óróleg á sýningu er velkomið að fara með þau fram í áhorfendarými, og koma svo aftur inn í sal þegar barninu hentar.
Við vekjum athygli á aðgengilegu sýningarhaldi, m.a. afslöppuðu sýningarhaldi sem hentar skynsegin börnum, sjá hér.
Jólagjöf Skruggu er ljúft og hjartnæmt ævintýri fyrir alla fjölskylduna, en í sýningunni er líka mikið sprell og fjör. Sýningin hentar að jafnaði áhorfendum frá 3ja eða 4ra ára aldri, en einnig eldri börnum.
Hafa ber í huga varðandi barnasýningar að sum börn eru viðkvæmari en önnur fyrir áreiti af fjölmenni eða ljósum og hljóði. Í sýningunni er fjörug tónlist. Í lok atriðis með jólakettinum heyrist hvellur. Í einu atriði sýningarinnar er ljósi beint út í sal í örstutta stund, en það er ekki blikkljós.
Við minnum á að ef börn gerast óróleg á sýningu er velkomið að fara með þau fram í áhorfendarými, og koma svo aftur inn í sal þegar barninu hentar.
Við vekjum athygli á aðgengilegu sýningarhaldi, m.a. afslöppuðu sýningarhaldi sem hentar skynsegin börnum, sjá hér.
Viðvörun vegna umfjöllunarefnis:
Fjallað er um ástvinamissi, áfengisdrykkju og sjálfsvíg í sýningunni.
Ef þú glímir við sjálfsvígshugsanir eða sjálfskaðandi hegðun getur þú m.a. leita upplýsinga og aðstoðar hjá pieta.is / 1717.is /sjalfsvig.is
Viðvörun vegna tækni:
Í sýningunni eru notuð skær ljós.
Sýningargólf getur orðið hált vegna notkunar reyks í sýningunni, en ekki er gert ráð fyrir að áhorfendur stígi á gólfið.
Inngangur á sýningu:
Áhorfendur mæta í forsal Kassans, en við upphaf sýningar eru áhorfendur leiddir inn í sýningarsalinn aðra leið en hefðbundin er. Áhorfendur ganga út, fara niður tröppur vestan megin við húsið og inn um dyr á vesturvegg hússins. Áhorfendur geta skilið yfirhafnir eftir í forsal Kassans, eða hengt þær upp á fataslá þegar komið er inn á Litla sviðið. Sýningin tekur klukkustund og 40 mínútur, og er sýnd án hlés, en ef áhorfendur þurfa einhverra hluta vegna að fara út meðan á sýningu stendur eru þeir beðnir að fara sömu leið til baka og þeir komu inn í áhorfendarými Kassans. Salerni eru í áhorfendarými Kassans. Aðgengi áhorfenda í hjólastól er jafnframt inn um inngang vestanmegin, sjá nánar um aðgengi hér.
Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis:
Sýningin hentar ekki ungum börnum.
Fjallað er um sjálfsvíg í sýningunni.
Ef þú glímir við sjálfsvígshugsanir eða sjálfskaðandi hegðun getur þú m.a. leitað upplýsinga og aðstoðar hjá:
Í neyð hringdu í 112.
Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk 12-25 ára, bergid.is.
Viðvörun vegna tækni:
- Notuð eru blikkljós í sýningunni.
- Blöðrum er sleppt í áhorfendasal.
- Reyktar eru leikhússígarettur í sýningunni.
Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis:
Fjallað er um sjálfsvíg/sjálfsvígstilraun í sýningunni.
Ef þú glímir við sjálfsvígshugsanir eða sjálfskaðandi hegðun getur þú m.a. leita upplýsinga og aðstoðar hjá pieta.is / 1717.is /sjalfsvig.is
Viðvörun vegna tækni:
Í sýningunni eru notaðar nikótínlausar rafrettur.
Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis:
Fjallað er um ófrjósemi og sjálfsvíg í sýningunni.
Ef þú glímir við sjálfsvígshugsanir eða sjálfskaðandi hegðun getur þú m.a. leita upplýsinga og aðstoðar hjá pieta.is / 1717.is /sjalfsvig.is
Viðvörun vegna tækni:
Ljós: Notuð eru blikkandi ljós í sýningunni.
Hljóð: Kraftmikill tónlistarflutningur fer fram á palli nálægt ystu sætum hægra megin (austan megin) í sal á 1.-5. bekk, en þar er m.a. trommusett staðsett.
Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis:
Í verkinu er fjallað um sjálfræðissviptingu.
Viðvörun vegna tækni:
Í sýningunni eru blikkandi strobe-ljós. Reyktar eru leikhússígarettur.
Viðvörun vegna tækni:
Í sýningunni eru blikkandi strobe-ljós.
Notað er leikhúsmistur og reykur.
Stórar blöðrur úr latexi fara fram í sal til áhorfenda.
Ath. að snjórinn í sýningunni er skaðlaus og skemmir ekki föt.
Viðvörun vegna tækni:
Notuð eru blikkandi ljós (strobe-ljós) í sýningunni.
Í sýningunni heyrist skothvellur.
Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis:
Í verkinu er fjallað um kynlíf, ofbeldi og nauðgun, og þar er kynferðisofbeldi lýst.
Viðvörun vegna tækni:
Í sýningunni eru blikkandi ljós.
Hvert get ég leitað ef ég hef orðið fyrir kynferðisofbeldi?
Ýmsir aðilar bjóða þolendum aðstoð, svo sem:
- Stígamót ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi, s. 562 6868, stigamot.is
- 112 – Kynferðisofbeldi tekur á móti öllum sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi, s. 112, 112.is/ofbeldi/kynferdis-ofbeldi
- Hjálparsími Rauða krossins
hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis, s. 1717, Hjálparsíminn - Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis stendur öllum til boða sem þangað leita, án tilvísunar, vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis, s. 543 1000, Neyðarmóttaka
- Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi og þolendum mansals stuðning og ráðgjöf. S. 553 3000, bjarkarhlid.is
- Kvennaathvarfið Samtök um kvennaathvarf reka athvörf fyrir konur í Reykjavík og á Akureyri. Í neyðartilfellum hafið samband við 112, ráðgjöf í s. 561 1205, kvennaathvarf.is
- Bergið stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri, s. 571 5580, bergid.is
- Sjúkt spjall hjá Sjúk ást netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndunum sínum, samskiptum eða ofbeldi, sjukast.is/sjuktspjall
- Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Í neyðartilvikum skal hringja í 112. S. 552 2218, pieta.is
- Aflið Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Akureyri, s. 461 5959, aflidak.is
- Bjarmahlíð á Akureyri, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir einstaklinga frá 16 ára aldri, S. 551 2520, bjarmahlid.is
- Sigurhæðir þjónusta á Suðurlandi við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. S. 834 5566, sigurhaedir.is
Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis:
Í verkinu er fjallað um sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir.
Ef þú glímir við sjálfsvígshugsanir eða sjálfskaðandi hegðun getur þú m.a. leita upplýsinga og aðstoðar hjá: