Viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga og notkunar tæknibúnaðar
Í leikhúsi er fjallað um ólíka kima tilveru okkar, og sú umfjöllun getur verið ágeng fyrir áhorfendur, auk þess sem ákveðin tegund leikhústækni getur vakið viðbrögð sem trufla suma áhorfendur. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og fá nánari upplýsingar um tilteknar sýningar fyrir fram teljir þú að eitthvað í þeim gæti vakið upp óþægilegar tilfinningar eða önnur viðbrögð sem þú vilt forðast, midasala@leikhusid.is.
Hér að neðan er yfirlit yfir kveikjuviðvaranir/áfallaviðvaranir (e. trigger warnings) fyrir hverja leiksýningu. Við leitumst við að uppfæra upplýsingar jafnóðum, þannig að við biðjum þig að hafa í huga að þær geta tekið breytingum. Ábendingar eru vel þegnar, midasala@leikhusid.is.
Athugaðu að upplýsingar um sýningar á þessari síðu geta mögulega spillt fyrir upplifun þinni af söguframvindu og því hvernig upplýsingum er miðlað í sýningunni.
Viðvörun vegna umfjöllunarefnis:
Bardagar sviðsettir.
Viðvörun vegna tækni:
Í sýningunni eru notuð skær, blikkandi ljós.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýningin hefst. Óheimilt er að hafa veitingar með sér inn í sal.
Gerviblóð og ryk. Í sýningunni er notað gerviblóð sem getur mögulega borist út í sal, en það er auðvelt að þrífa það úr fatnaði. Fínmalað rúgmjöl er notað á sviði. Það getur þyrlast upp og mögulega borist út í sal til gesta. Slíkt getur ert fólk með viðkvæm öndunarfæri. Í leikmynd er jafnframt gifs sem brotið er upp.
Ljós og myrkur. Blikkandi ljós og snöggar ljósabreytingar. Á sviðinu er algert myrkur í nokkrar mínútur.
Reykur. Reykt er tóbakslaus sígaretta á sviðinu. Reykelsi er brennt.
Umfjöllunarefni. Verkið er byggt á sígildum grískum harmleik, og efnið getur valdið óhug. Í sögunni kemur m.a. fyrir ofbeldi, kynferðisofbeldi, stríð, blóð og morð.
Viðvörun vegna umfjöllunarefnis:
Fjallað er um uppruna fólks og hörundslit.
Eggvopn er handleikið.
Áfengi er haft um hönd.
Blikkandi ljós
Í sýningunni bregður tvisvar fyrir blikkandi ljósum/strobe-ljósum: Í byrjun (elding) og þegar Lína er uppi á þaki.
Aldursviðmið: Sýningin hentar að jafnaði áhorfendum frá 3ja ára aldri.
Sýningar í stórum sal henta yfirleitt ekki ungum börnum, m.a. vegna sýningarlengdar, fjölda áhorfenda og mögulegs áreitis frá ljósum og hljóði. Þjóðleikhúsið býður upp á úrval styttri sýninga fyrir yngri börn á minni sviðum, sjá hér.
Hafa ber í huga varðandi barnasýningar að sum börn eru viðkvæmari en önnur fyrir áreiti af fjölmenni eða ljósum og hljóði. Hjá Línu Langsokk gengur auðvitað mikið á, bófar fara á kreik og Lína getur látið óvænta hluti gerast!
Við minnum á að ef börn gerast óróleg á sýningu er velkomið að fara með þau fram í áhorfendarými, og koma svo aftur inn í sal þegar barninu hentar.
Við vekjum athygli á aðgengilegu sýningarhaldi, m.a. afslöppuðu sýningarhaldi sem hentar skynsegin börnum, sjá hér.
Jólagjöf Skruggu er ljúft og hjartnæmt ævintýri fyrir alla fjölskylduna, en í sýningunni er líka mikið sprell og fjör. Sýningin hentar að jafnaði áhorfendum frá 3ja eða 4ra ára aldri, en einnig eldri börnum.
Hafa ber í huga varðandi barnasýningar að sum börn eru viðkvæmari en önnur fyrir áreiti af fjölmenni eða ljósum og hljóði. Í sýningunni er fjörug tónlist. Í lok atriðis með jólakettinum heyrist hvellur. Í einu atriði sýningarinnar er ljósi beint út í sal í örstutta stund, en það er ekki blikkljós.
Við minnum á að ef börn gerast óróleg á sýningu er velkomið að fara með þau fram í áhorfendarými, og koma svo aftur inn í sal þegar barninu hentar.
Við vekjum athygli á aðgengilegu sýningarhaldi, m.a. afslöppuðu sýningarhaldi sem hentar skynsegin börnum, sjá hér.