Ljúfar stundir á aðventu. Tryggðu þér einstakt tilboð núna!
Jólaboðið er falleg og stórskemmtileg sýning sem gleður og yljar á aðventunni. Sýningin hefur hefur heillað áhorfendur Þjóðleikhússins á aðventunni á fyrri leikárum og nú býðst okkur að sjá sýninguna með nýjum leikurum, en hlutverkaskipan er breytt ár hvert! Við fylgjumst með sögu íslenskrar fjölskyldu með því að gægjast inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili.
Pantaðu miðana núna og þín bíða ljúffengar snittur frá veitingahúsinu Kastrup, á fráteknu borði þegar þú kemur á sýninguna.
Verð á mann fyrir miða og mat: 12.850 kr.
Tilboð: 9.950 kr.
Tilboðið gildir í 10 daga, eða til og með 10. nóvember.
Kaupa tilboð
List og töfrar leikarans heilla okkur öll á aðventunni
Jólaboðið hefur heillað áhorfendur Þjóðleikhússins á aðventunni á fyrri leikárum. Nú býðst okkur enn á ný að fylgjast með sögu íslenskrar fjölskyldu með því að gægjast inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili.
Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman á jólunum, á ólíkum tímum, og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að laga sig að breyttum háttum og innbyrðis venjum. Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök.
Sprellfjörug og frumleg en um leið hjartnæm sýning þar sem leikararnir leika ólíkar persónur á ýmsum aldursskeiðum – og leikhópurinn breytist ár frá ári.
Nánar um sýninguna