(V)ertu úlfur?

(V)ertu úlfur?

– listin að sjá hið sammannlega, samtal um geðheilbrigði utan hringsins
Svið
Stóra sviðið
Dags:
Mán. 20. sept.
Listafólk, aðilar úr geðheilbrigðisþjónustunni og áhorfendur koma saman

Þjóðleikhúsið í samstarfi við Geðhjálp, Hlutverkasetur, Geðlæknafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið stendur fyrir samtali um geðheilbrigði á Stóra sviði Þjóðleikhússins mánudagskvöldið 20. september kl. 20, í tengslum við hina geysivinsælu leiksýningu Vertu úlfur. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Leiksýning Þjóðleikhússins Vertu úlfur hefur notið ómældra vinsælda allt frá frumsýningu í byrjun þessa árs. Sýningin hlaut alls sjö Grímuverðlaun á liðnu vori, og var meðal annars valin leiksýning ársins. Umfjöllun sýningarinnar um geðheilbrigðismál hefur haft mikil áhrif, og af því tilefni verður efnt til samtals á Stóra sviði Þjóðleikhússins í samstarfi við Geðhjálp, Hlutverkasetur, Geðlæknafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið mánudagskvöldið 20. september kl. 20. Yfirskrift samtalsins er „(V)ertu úlfur? – listin að sjá hið sammannlega, samtal um geðheilbrigði utan hringsins“.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn, en panta þarf miða á leikhusid.is til að tryggja sér sæti.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun ávarpa samkomuna en meðal þeirra sem taka þátt eru Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstjóri, Björn Thors leikari, Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands og yfirlæknir geðheilsusviðs á Reykjalundi, Elín Atim klæðskeri, Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar og höfundur bókarinnar Vertu úlfur. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona verður fundarstjóri. Einnig kemur fram listafólk úr leikhópnum Húmor og listasmiðju Hlutverkaseturs í umsjón Önnu Henriksdóttur.

Listrænn stjórnandi: Unnur Ösp Stefánsdóttir.
Undirbúningur og umsjón: Melkorka Tekla Ólafsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir (Þjóðleikhúsið), Grímur Atlason og Héðinn Unnsteinsson (Geðhjálp), Elín Ebba Ásmundsdóttir (Hlutverkasetur).
Sýningarstjórn: Elísa Sif Hermannsdóttir.
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson, Jóhann Pálmason og Björn Bergsteinn Guðmundsson.
Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson.
Hljóðmaður: Kristín Hrönn Jónsdóttir.
Myndbandshönnun: Elín Hansdóttir og Signý Rós Ólafsdóttir.
Sviðsmaður: Siobhán Antoinette Henry.
Leikin atriði: Leikhópurinn Húmor frá Hlutverkasetri: Atli Elísson, Bergþór Grétar Böðvarsson, Edna Lupita, María Lovísa Sigvaldadóttir og Orri Hilmarsson. Fiðluleikari: Helge Snorri Seljeseth.
Myndir af máluðum úlfum: Listafólk úr listasmiðju Hlutverkaseturs í umsjón Önnu Henriksdóttur.
Umsjón leikhópsins Húmor:  Umsjón: Elín Ebba Ásmundsdóttir. Grímugerð: Anna Henriksdóttir. Aðstoð: María Gísladóttir.
Myndband Elínar Atim: Leikstjórn: Elín Atim. Upptaka: Óskar Ögri Birgisson. Tónlist: Sævar Helgi Jóhannsson.
Tónlist: Úr sýningunni Vertu úlfur, meðal annars eftir Emilíönu Torrini, Markétu Irglová, Prins Póló og Valgeir Sigurðsson.
Ljósmyndir úr sýningunni Vertu úlfur: Jorri.
Þakkir: Alexander John George Hatfield, Einar Örn Sigurdórsson.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími