
Taylor Mac

Á undanförnum tveimur áratugum hefur Taylor Mac skapað sýningar sem í senn ögra og fagna fjölbreytileika mannlífsins, og hafa hlotið alþjóðleg verðlaun.
Í sýningunni A 24-Decade History of Popular Music fer Mac yfir sögu Bandaríkjanna frá stofnun þeirra árið 1776 frá persónulegu og óvenjulegu sjónarhorni. Verkið var mörg ár í vinnslu og var upprunalega sýnt sem stakur 24 klukkutíma viðburður. Sýningin var valin á lista New York Times yfir bestu sviðslistaviðburði, bestu leiksýningar og bestu tónlist ársins 2016, og árið 2020 hlaut Taylor Mac Ibsenverðlaunin fyrir verkið.
Fyrir fyrstu sýningu sína í Reykjavík hefur þessi margverðlaunaða sviðslistamanneskja sett saman brjálæðislega skemmtilega dagskrá, þar sem svið og salur eru eitt, og blandað er saman tónlist úr verkinu A 24-Decade og nýjum lögum. Á sviðinu með Mac verða Matt Ray, tónlistarstjóri og útsetjari, og Machine Dazzle, búningahönnuður og flytjandi, ásamt frábærri hljómsveit.
Sjá nánar vefsíðu Taylor Mac.
Vefsíða Listahátíðar í Reykjavík.
“Ein mest spennandi sviðslistamanneskja okkar tíma”
TimeOut, NY