Málþing

Málþing

Samfélagsleg áhrif birtingarmynda í sviðslistum
Dags
11. október
Verð
Aðgangur ókeypis
Lengd
17 – 19:15

Þjóðleikhúsið, í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök, Landssamtökin Þroskahjálp, Bandalag íslenskra listamanna, Sviðslistasamband Íslands og Listaháskóla Íslands, efnir til málþings um samfélagslegt hlutverk lista, þar sem velt verður upp spurningum um sögurnar sem sagðar eru, um framsetningu þeirra og það hvernig ólíkum hópum er gert kleift að njóta lista og taka þátt í sköpun listaverka.

Hægt er að bóka miða hér ofar á síðunni eða með því að senda tölvupóst á netfangið midasala@leikhusid.is eða hringja í 551 1200.

Málþingið hefst kl. 17 og lýkur um 19:15

Horfa á streymi

Málþing um sviðslistir og þátttöku fatlaðs fólks

Hver tekur sviðið? Hver segir söguna? Af hverjum og hvernig? Hverju missir samfélagið af þegar fatlað fólk tekur ekki þátt í sviðslistum?

Þegar öll eru meðtekin og fá tækifæri þurrkast útilokun og jaðarsetning út. Tölum um tabú. Tölum um margbreytilegt samfélag þar sem allir njóta sín, það er bæði innihaldsríkara og dýrmætara. Tölum um sviðslistir fyrir alla.

Góðir gestir flytja stutt erindi um málefnið frá ólíkum hliðum. Í kjölfarið verður boðið upp á umræður sem vonast er til að verði líflegar, uppbyggilegar og málefnalegar.

Dagskrá málþingsins var sett  saman af samráðshópi Þjóðleikhússins, Þroskahjálpar, ÖBÍ réttindasamtaka, Landssamtökunum Þroskahjálp, Bandalagi íslenskra listamanna, Sviðslistasambandi Íslands og Listaháskóla Íslands.

Dagskrá

Fundarstjórar: Margrét Norðdahl og Haukur Guðmundsson

Framsöguerindi flytja:

 

  • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri frá Þroskahjálp
  • Jóhanna Ásgeirsdóttir/Elín S.M. Ólafsdóttir, frá List án Landamæra
  • Þorsteinn Sturla Gunnarsson, leikstjóri og handritshöfundur
  • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, frá Tabú
  • Karl Ágúst Þorbergsson, sviðslistamaður
  • Sigríður Jónsdóttir, söngvari og meðlimur í Tabú
  • Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarkona
  • Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, fjölmiðlakona
  • Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, sviðshöfundur
  • Ólafur Snævar Aðalsteinsson, frá Átaki

Stutt hlé

Pallborðsumræður og spurningar úr sal. Magnús Geir Þjóðleikhússtjóri, Fríða Björk rektor LHÍ, Erlingur formaður Bandalags íslenskra listamanna, Orri Huginn forseti Sviðslistasambandssins, Inga Björk verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, Þuríður Harpa formaður ÖBÍ réttindasamtaka auk framsögfólks

 

Aðgengi

Bílastæðin við Þjóðleikhúsið verða laus fyrir fólk með hreyfihömlun frá kl. 16.
Í salnum verður útbúið aukið rými fyrir hjólastóla.

Ef þú hefur spurningar um aðgengi þá getur þú sent tölvupóst á netfangið midasala@leikhusid.is eða hringt í síma 551 1200.

Málþingið verður rit- og táknmálstúlkað

Táknmálstúlkar: Margrét Auður og Ingibjörg Gissun
Rittúlkar: Þórný Björk Jakobsdóttir og
Benjamín Julian

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími