Jólasukkið

Jólasukkið

Jólahlaðborðið sem við eigum öll skilið
Verð
9.900 kr.
Frumsýnt
4. des

Fullorðins jólahlaðborð með skemmtiatriðum

Jólahefðum snúið hressilega á hvolf í glæsilegum kabarett sem blandar saman fullorðinssirkus, dragi og burleski. Margrét Erla Maack sér um hlaðborð skemmtiatriða þar sem bestu, fyndnustu og fegurstu fjöllistamenn landsins snúa bökum saman. Ekkert kvöld er eins, en öll eru þau skemmtileg. Búðu þig undir kvöld stútfullt af mat, íburði, hlátri, glimmeri, perlum, drykkjum og dónalátum. Barinn skartar sínu fegursta og matreiðslufólk kjallarans galdrar fram jólalegar kræsingar. Tilvalið fyrir vinahópinn og vinnustaðinn til að sletta ærlega úr klaufunum. Vinsamlega athugið að Jólasukkið er fyrir þau sem hafa náð 20 ára aldri og hentar ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans.

Engin sýning er eins en á hverri sýningu er hlaðborð skemmtikrafta í fremstu röð. Þú gætir séð: Burlesque-drottning Íslands Margrét Erla Maack, dragstjarnan Gógó Starr, burlesktrúðurinn Maísól, hinn sykursæti kvartett Barbari, sirkusfolinn Dan the Man, boylesquestjarnan Mr. Gorgeous, hin íðilfagra Maine Attraction, furðuveran Tiger Bay auk leynigesta.

Matseðill

Forréttur, borinn fram á diskum/viðarbökkum/steinplöttum
Smurbrauðssnitta með sultuðum rauðrófum, gæsalifrarkæfu og púrtvínshlaupi
“Daginn eftir”-samloka með með kalkúni á ósætri og grafalvarlegri vöfflu
Hreindýrasmáborgari með sultuðum skarlottulauk og reyktum chili

Til að deila:
Kúmen-og hafrakex með kryddjurtakremi

Aðalréttur, family style – “Réttu mér svínið”
DJÖRK-krydduð og gljáð svínasíða með stökksteiktu rósakáli, jólalegu rauðkáli og framandi soðgljáa

Eftirréttur – til að deila.
Al-heilagt kandífloss.

Vegan matseðill

Forréttur, borinn fram á diskum/viðarbökkum/steinplöttum:
Smurbrauðssnitta með sultuðum rauðrófum, fíkjukremi og púrtvínshlaupi
“Daginn eftir”-samloka með jólamat á ósætri og grafalvarlegri vöfflu
Smáborgari með villikrydduðu kínóa, sultuðum skarlottulauk og reyktum chili

Til að deila:
Kúmen-og hafrakex með kryddjurtakremi

Aðalréttur, family style – Innilegur og innbakaður
Innbakaðir hátíðarsveppir, með stökksteiktu rósakáli, jólalegu rauðkáli og framandi soðgljáa

Eftirréttur – til að deila.
Al-heilagt kandífloss.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími