Fyrsti kossinn

Fyrsti kossinn

Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins – Leikfélag Keflavíkur
VERÐ
6650
LEIKSTJÓRN
Karl Ágúst Úlfsson

Lifandi tónlist, söngur og dans

Fyrsti kossinn er söngleikur eftir Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaug Ómari Guðmundsson og fjallar í stuttu máli um líf og ástir hljómsveitarmeðlima hljómsveitarinnar Grip sem reyna að meika það með því að vinna eina stærstu hljómsveitarkepnni landsins, Hljómaflæði. Þegar aðalsöngkonan skellir sér til London þá eru góð ráð dýr og strákarnir þurfa að finna sér nýja söngkonu og þá flækjast málin í ástarlífi hljómsveitarmeðlimanna. Lifandi tónlist, söngur og dans einkenna sýninguna.

Til heiðurs Rúnari Júlíussyni

 

Verkið hefur að geyma lög og texta eftir Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Bubba Morthens, Þorstein Eggertsson og fleiri snillinga. Lögin eru þekktar perlu sem allir ættu að kunna. Sýningin er sett upp til heiðurs keflvíska rokkarans Rúnari Júlíussyni

Leikarar

Júlía – Tara Sól Sveinbjörnsdóttir
Róbert – Sigurður Smári Hansson
Addi – Ingvar Elíasson
Hanna – Brynja Ýr Júlíusdóttir
Bessi – Guðlaugur Ómar Guðmundsson
Sylvía – Lísa Einarsdóttir
Pétur – Arnór Sindri Sölvason
Jonni – Elmar Aron Hannah
Sara – Kamilla Alfreðsdóttir
Aldís – Guðný Kristjánsdóttir
Halli – Arnar Helgason
Siggi gítar: Þorvarður Ólafsson
Dansarar: Andri Sævar Arnarsson, Elísabet Drífa Sigurbjargardóttir, Helga Rut Guðjónsdóttir, Sigríður Rut Ragnarsdóttir Ísfeld, Þórhildur Erna Arnardóttir.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími