Fyndnustu mínar – náttfatapartý
Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar hefur getið sér gott orð fyrir ferskar og hárbeittar uppistandssýningar undanfarin ár. Sýningaröðin Náttfatapartý er þeirra stærsta og glæsilegasta til þessa, enda hafa þær Lóa, Hekla, Salka og Rebecca legið í hýði á náttfötunum einum saman undanfarið eitt og hálft ár og samið sína allra bestu brandara!
Ekki missa af þessari grínsprengju í Kjallaranum – Þú munt hlæja svo mikið að þú pissar smá á þig!
Fyndið fólk um Fyndnustu mínar:
„Þær eru svo ógeðslega fyndnar og nettar að ég hætti að vera uppistandari og gerðist rithöfundur“ – Dóri DNA, rithöfundur og fyrrum uppistandari
„Eina sem mér finnst leiðinlegt við að hafa farið þrisvar að sjá sýningu með þeim þremur er að þær eru allar í sambandi og mig langar alltaf svo eftir öll showin að byrja með þeim“ – Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur.
„Ég hló niður í maga, vá hvað þær eru góðar! Svo ferskt og gott og viðbjóðslega fyndið.“ – Steiney Skúladóttir, fræg og heit gella.
„Drullugott“ – Hugleikur Dagsson, grínisti.
„Langaði ekki að stökkva a meðan þetta uppistand var i gangi. Aðeins betra en Jakob Birgis.“ – Berglind Festival, dagskrárgerðarkona.