Áfram stelpur

Áfram stelpur

50 ár eru liðin frá því að íslenskar konur breyttu sögunni
FRUMSÝNING
21. okt.
LENGD
2 klst. með hléi
VERÐ
4900 kr.

50 ár frá því að konur lögðu niður störf til að knýja fram breytingar
Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að íslenskar konur breyttu sögunni með því að taka sér frí frá störfum 24. október 1975, verður platan Áfram stelpur! flutt í heild sinni í Þjóðleikhúskjallaranum og sagan rifjuð upp. Platan var gefin út í kjölfar þess að nokkrar leikkonur í sýningunni Ertu nú ánægð, kerling, sem frumsýnd var í Þjóðleikhúskjallaranum árið 1974 ákváðu að gefa út plötu í tilefni af Kvennaári Sameinuðu þjóðanna 1975. Það er hreint stórkostlegt að segja frá því að þátttakendur í dagskránni eru að hluta til leikkonur sem sungu inn á plötuna á sínum tíma. Yngri leikkonur taka svo upp merkið og flytja með þeim eldri lögin af plötunni og segja okkur þessa merkilegu sögu sem ekki má gleymast. Sýningar verða tvær. Frumsýning 21.október klukkan 19.30 og sérstök hátíðarsýning á 50 ára afmæli kvennafrídagsins 24.október klukkan 19.30.

Höfundar:
Gunnar Edander, Suzanne Osten og Margareta Garpe, Dagný Kristjánsdóttir, Kristján Jóhann Jónsson, Þrándur Thoroddsen, Böðvar Guðmundsson, Lillemor Lind og Magnús Þór Jónsson

Leikstjóri:
Þórunn Lárusdóttir

Höfundar leikgerðar:
Steinunn Jóhannesdóttir og Þórunn Lárusdóttir

Leikkonurnar Steinunn Jóhannesdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Saga Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Salka Gústafsdóttir, Selma Rán Lima og Þórunn Lárusdóttir. Að auki verða hinar ungu og efnilegu Valgerður Birna og Sigrún Ásta Magnúsdætur, Katla Petersen og Steinvör Íris Ingvadóttir með í sýningunni. Kvennakórinn Kötlurnar og Múltíkúltíkórinn koma einnig við sögu.

Listrænir stjórnendur
Leikstjóri: Þórunn Lárusdóttir
Tónlistarstjóri: Þórhildur Hólmgeirsdóttir
Ljós: Haraldur Jónsson
Hljóð: Jóhannes Sigurðsson

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími