/

Ex

Fortíðin bankar upp á. Lokkandi tilhugsun? Eða lamandi?

Ex er flugbeitt sálfræðidrama og annað verkið í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg sem verðlaunaleikstjórinn Benedict Andrews leikstýrir. Verkin í þríleiknum, Ellen B., Ex og Ekkert mál, eru sjálfstæð, en ákveðin þemu og eiginleikar tengja þau.

Á fallegu heimili fyrirmyndarhjóna, arkítekts og læknis með tvö ung börn er bankað upp á um miðja nótt. Fyrir utan stendur fyrrverandi kærasta eiginmannsins og bráðvantar samastað eftir að hafa flutt út frá sambýlismanni sínum í miklum flýti. Fljótlega breytist heimilið í vígvöll þar sem ásakanir og uppljóstranir þjóta á milli eins og byssukúlur. Hvað dró þetta fólk hvert að öðru í upphafi?

Hvað sem þið viljið

Gáskafull gleðisprengja með mörgum af okkar fremstu gamanleikurum!

Þessi galsafulla gleðisýning færir okkur skemmtilegasta gamanleik Shakespeares í splunkunýjum búningi, þar sem möguleikar leikhússins eru nýttir á frjóan og ævintýralegan hátt og list leikarans er í forgrunni. Ágústa Skúladóttir leikstjóri er þekkt fyrir fjörugar, litríkar og heillandi sýningar, og nú hefur Karl Ágúst Úlfsson endurort texta skáldsins á léttleikandi nútímamál í nýrri leikgerð sem er full af húmor og brotin upp af stórskemmtilegri tónlist. Margir okkar flinkustu gamanleikarar blása nýju lífi í ógleymanlegar persónur Shakespeares.

Ellen B.

Spennuþrungið, eldfimt og einstaklega vel skrifað verk

Frumsýning á Ellen B. var jafnframt heimsfrumsýning á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews.

Unnur Ösp Stefánsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir og Benedikt Erlingsson fara með hlutverk þriggja persóna sem hittast eina kvöldstund í heimahúsi. Samskiptin snúast fljótt upp í martraðarkennda viðureign, með grimmilegum ásökunum á báða bóga.

Sem á himni

Óður til lífsins, listarinnar og ástarinnar

Sem á himni er einstaklega heillandi, splunkunýr söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Ægifögur tónlist, litríkar og skemmtilegar persónur og hrífandi saga hafa nú þegar heillað fjölda áhorfenda erlendis, og nýjar uppsetningar á verkinu eru væntanlegar víða.

Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Hrífandi og átakamikil saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina.

Ár nýsköpunar og íslenskra eftirsóttra verka

Árið 2022 var fullt af töfrum, spennandi áskorunum og sprúðlandi frumsköpun. Við erum stolt af þeim verkum sem við sköpuðum saman og þeim viðurkenningum sem leikhúsið hlaut á árinu. En fyrst og fremst erum við þakklát áhorfendum  sem streymdu aftur í leikhúsið og sköpuðum með okkur nýjar ógleymanlegar minningar.

Þegar leikarar Þjóðleikhússins lásu ljóð fyrir einn gest í sal og alla þjóðina á sama tíma

Þjóðleikhúsið og RÚV tóku höndum saman í mars árið 2020 um að skemmta landsmönnum þegar fordæmalaust samkomubann var sett á vegna Covid. Lítið vissum við þá að þetta yrði fyrsta samkomubannið af nokkrum sem vænta mátti næstu mánuði og ár.
Ljóð fyrir þjóð var viðbragð við þessum veruleika; Ttilraun til þess að færa leikhúsið heim í stofu. Einum gesti var þó boðið að sitja hvern lestur en viðkomandi hafði þá verið dreginn út því almenningi bauðst að velja eftirlætisljóð og fá einkalestur frá leikurum á stóra sviði Þjóðleikhússins.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími