Ljóð fyrir þjóð
Leikhús í skugga samkomubanns
Þegar leikarar Þjóðleikhússins lásu ljóð fyrir einn gest í sal
Þjóðleikhúsið og RÚV tóku höndum saman í mars árið 2020 um að skemmta landsmönnum þegar fordæmalaust samkomubann var sett á vegna Covid. Lítið vissum við þá að þetta yrði fyrsta samkomubannið af nokkrum sem vænta mátti næstu mánuði og ár.
Ljóð fyrir þjóð var viðbragð við þessum veruleika; Ttilraun til þess að færa leikhúsið heim í stofu. Einum gesti var þó boðið að sitja hvern lestur en viðkomandi hafði þá verið dreginn út því almenningi bauðst að velja eftirlætisljóð og fá einkalestur frá leikurum á stóra sviði Þjóðleikhússins.