/
/

Við erum einstaklega þakklát þér fyrir að taka þátt

Takk aftur fyrir að deila með okkur hæfileikum þínum og ástríðu og senda okkur prufu. Hér fyrir neðan er myndband með skilaboðum til þín sem við hvetjum þig til að horfa á nú.

Því miður getum við ekki boðið þér hlutverk að þessu sinni. Það er auðvitað ekki gaman að fá nei, en hafðu í huga að hátt í 800 börn sendu okkur prufu. Það er ekki einfalt að velja úr svona mörgum frábærum innsendingum en fjöldi leikara og leikstjóra hefur nú farið í gegnum allar prufurnar.

Þótt þú haldir ekki áfram í prufunum núna, skaltu alls ekki láta það stoppa þig og halda áfram að syngja, dansa og leika, því það er svo gaman. Svo haltu áfram að skemmta þér og vera skapandi.

Nánar um sýninguna

 

Listræna teymið

Það er sannkallað stórskotalið listrænna stjórnenda sem stendur að baki Draumaþjófnum.

Leikstjórn: Stefán Jónsson
Höfundur bókar: Gunnar Helgason
Leikgerð: Björk Jakobsdóttir
Tónlist og tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Dansar og sviðshreyfingar: Lee Proud
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: María Ólafsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími