/

Takk fyrir að taka þátt í prufunum.
Hér fyrir neðan er myndband með skilaboðum til þín sem við hvetjum þig til að horfa á núna.

Við erum spennt að fá að heyra í þér aftur og hitta þig!

Til hamingju með að komast áfram í prufunum.Okkur langar að fá þig í framhaldsprufu hingað í leikhúsið til okkar laugardaginn 3. desember. Þið munuð fá nánari tímasetningu í tölvupósti.Við viljum einnig biðja þig að æfa nýtt lag og senda okkur rafrænt fyrir lok fimmtudags. Lagið er hér að neðan.

Fyrir prufurnar biðjum við þig að læra leiktextann sem er hér meðfylgjandi að neðan. Í prufunum munum við einnig fara í ýmsa leiki og dansa saman.

Við hlökkum mikið til að sjá þig!

Smelltu hér til að senda okkur lagið þegar þú hefur tekið það upp:
Senda auka söngprufu / Submit recall song

Leiktexti

Barn lærir texta Halaldar (bæði stelpur og strákar) sem unnið verður með í prufunni.

EYRDÍS Hey! Þú varst aldrei búin að segja mér hvað þú heitir

HALADUR Halaldurr

EYRDÍS Halaldur… það er flott. Er það af því að þú ert með svo flottann hala?!

HALALDUR Finnst þér ég með flottan hala?

EYRDÍS Já eða nei eða… Hey! Er þetta selur?

HALALDUR Hvar???

EYRDÍS Náði þér! þú varst alveg skíthræddur!

HALALDUR Nauts! Ég var ekkert hræddur. Sjáðu ég skeit ekki einu sinni á mig

EYRDÍS Jú, víst!

HALALDUR Uss! Ekki tala svona hátt. Við erum í njósnaferð.

EYRDÍS Já einmitt. þetta er geggjað. Ég hef aldrei farið í svona njósnarferð áður.
En af hverju ertu svona stressaður?

HALALDUR Af hverju? Ef þau sjá okkur saman, enda ég örugglega í selskjafti.

EYRDÍS Nei láttu ekki svona. Veistu ekki hver mamma mín er?

HALADUR Jú, það er nákvæmlega það sem ég meina. Ef foringinn sér að aðal étarabarnið, er að leika sér með safnara…

Það styttist í að ævintýrið hefjist

Draumaþjófurinn er glænýtt íslenskt leikverk byggt á bók Gunnars Helgasonar sem hrífur bæði börn og fullorðna. Æsispennandi þroskasaga, með litskrúðugum og skemmtilegum persónum, þar sem tekist er á við margt sem skiptir okkur svo miklu máli í dag. Sagan birtist hér í sannkallaðri stórsýningu með grípandi lögum, miklu sjónarspili og óviðjafnanlegum dansatriðum. Sýningin verður frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins í byrjun mars 2023

Í Draumaþjófnum hverfum við inn í litríkan, spennandi og stórhættulegan söguheim sem á engan sinn líka! Hetjan okkar hún Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís – eða bara Eyrdís – þarf að taka á öllu sínu og uppgötva hugrekkið innra með sér þegar líf hennar umbreytist á svipstundu.

Í Hafnarlandi er allt eins og það á að vera og rotturnar þekkja sinn sess í lífinu: Safnarar safna mat, Njósnarar njósna, Bardagarottur halda óvinum frá og Étarar éta og hafa það gott. Efst í virðingarstiganum gnæfir Skögultönn foringi sem öllu ræður.

En daginn sem Eyrdís dóttir Skögultannar gerir uppreisn tekur sagan óvænta stefnu. Rottuprinsessan litla neyðist til að flýja inn í Borgina þar sem hættur eru á hverju strái og framandi rottur leika lausum hala. Sjálfur Draumaþjófurinn er sendur til að bjarga henni – eða til að deyja!

Nánar um sýninguna

 

Listræna teymið

Það er sannkallað stórskotalið listrænna stjórnenda sem stendur að baki Draumaþjófnum.

Leikstjórn: Stefán Jónsson
Höfundur bókar: Gunnar Helgason
Leikgerð: Björk Jakobsdóttir
Tónlist og tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Dansar og sviðshreyfingar: Lee Proud
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: María Ólafsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími