Við leitum að Elsu yngri og Önnu yngri
Við leitum að stelpum (fæddum 2012-2015) til að leika Önnu yngri og Elsu yngri í stórsöngleiknum Frosti.
Prufurnar eru rafrænar og það er einfalt að senda þær inn, en foreldrar þínir eða forráðamaður þurfa að hjálpa þér og samþykkja innsendinguna. Svona gerir þú:
- Lærðu leiktextann og lagið og söngtextann. (Þú finnur hvort tveggja hér að neðan).
- Æfðu þig vel!
- Taktu upp tvö myndbönd, annað með leik og hitt með söng. Ekki hafa þau lengri en 30 – 60 sekúndur.
- Þú fyllir út formið og hleður myndböndunum inn.
- Þegar allt er tilbúið smellir þú á senda prufu.
Þú færð staðfestingarpóst þegar prufan er mótttekin.
Síðasti skiladagur á prufum er sunnudagur 15. október!
Ath. að prufurnar eru aðeins fyrir 8 – 11 ára stelpur sem eru fæddar á árunum 2012 – 2015.
Senda prufu
Lærið leiktextann
(Anna segir við ímyndaða Elsu í átt að myndavél)
Viltu gera með mér snjókall? Nóttin er vakandi og ég er vakandi og við verðum að leika!
Ég er að springa úr spenningi og bráðum sullast bara allt út um allt. Mig langar að sjá óskastjörnu, draumaryk og töfra!
Töfrarnir þínir eru það bestasta, fallegasta og frábærasta í öllum heiminum – geiminum. Gerðu það! Förum beint í að galdra – já gerum það – núna strax, takk fyrir!
(Mamma kíkir inn í herbergið)
Við erum að fara sofa! Rosa, rosa sybbnar. Ég dýrka að sofa. Bless, bless, mamma. …nei, ég meina, góða nótt. Elska þig. Þú mátt fara núna, mamma. Takk og knús og bless.
(mamma fer, og Anna segir í einlægni við Elsu)
Þú ert besta systir í heiminum, veistu það? Við skulum alltaf vera bestu vinkonur!
Lærið lag og söngtexta
Viltu gera með mér snjókall?
Æ viltu leika bara smá?
Oh, þú vilt aldrei gera neitt
og það er leitt
þú ýtir öllum frá!
Við vorum alltaf saman,
en ekki meir
ég því bara ekki næ!
Viltu gera með mér snjókall
eða’eitthvað allt annað en snjókall?
Disneysöngleikurinn Frost
Söngleikur byggður á Disneykvikmyndinni Frozen eftir Jennifer Lee í leikstjórn Chris Buck og Jennifer Lee. Frumuppfærslan á Broadway, í leikstjórn Michael Grandage, var framleidd af Disney Theatrical Productions.
Spennandi, fyndin og falleg saga um sterkar, ungar konur sem þurfa að takast á við ill örlög.
Söngleikurinn Frost er byggður á hinni ástsælu Disneyteiknimynd Frozen og hefur notið mikilla vinsælda á Broadway, West End í London og víðar. Þetta hrífandi ævintýri birtist okkur nú í nýrri uppfærslu Gísla Arnar, þar sem einstakt vald hans á töfrum leikhússins nýtur sín til fulls, líkt og í geysivinsælum sýningum hans á borð við Í hjarta Hróa hattar og Rómeó og Júlíu. Sagan er innblásin af Snædrottningunni eftir sagnameistarann H.C. Andersen, og á þannig uppruna sinn á Norðurlöndum, en Gísli Örn mun setja sýninguna upp víða um Norðurlönd.
Stórbrotin tónlistaratriði og bráðskemmtilegar persónur í nýjum söngleik þar sem þekkt og vinsæl lög hljóma í bland við fjölmörg ný lög sem eru samin sérstaklega fyrir söngleikinn.
Textun á ensku og íslensku á 7. sýningu.
Í samstarfi við Vesturport, Det Norske Teatret í Osló, Borgarleikhúsið í Stokkhólmi, Borgarleikhúsið í Helsinki og fleiri leikhús á Norðurlöndum. Sýnt með leyfi Disney Theatrical Productions.
Nánar um sýninguna
Fyrirkomulag vegna þátttöku barna í prufum og sýningum í Þjóðleikhúsinu
Upplýsingar fyrir forráðamenn barna sem hyggjast taka þátt í leikprufum fyrir þátttöku í leiksýningunni Frost
Hafir þú einhverjar spurningar er þér velkomið að senda okkur fyrirspurn á prufur@leikhusid.is.