Hefur þú áhuga á því að starfa í Þjóðleikhúsinu?
Þjóðleikhúsið er lifandi og skapandi vinnustaður þar sem enginn dagur er eins.
Í Þjóðleikhúsinu starfa yfir eitt hundrað fastráðnir starfsmenn, lista- og leikhústæknifólk. Einnig fjölmargir verkefnaráðnir listrænir stjórnendur og listamenn, auk starfsfólks í tímavinnu við gestamóttöku, leikmyndaskiptingar, sviðsvinnu og fleira. Leikhúsið er jafnlaunavottaður vinnustaður þar sem jákvæð og uppbyggileg samskipti og skýrir ferlar eru í forgrunni.
The National Theatre of Iceland is a vibrant cultural institution with the mission to captivate and entertain audiences while also promoting thought, diversity, and inspiration. The National Theatre of Iceland actively engages in dialogue with the public and strives to cultivate a greater appreciation for the art of theatre. We are committed to inclusivity and endeavour to engage with diverse segments of society.
- Skráðu þig hér hafir þú áhuga á að vera á lista vegna tímavinnu í leikhúsinu.
- Register here to be considered for a contract based job at the NTI
LAUS STÖRF
Laust er til umsóknar starf deildarstjóra ljósadeildar Þjóðleikhússins
Óskað er eftir reynslumiklum og drífandi leiðtoga með brennandi áhuga á starfsemi leikhúsa sem hefur metnað til að láta til sín taka, bæta starfsumhverfi sitt og axla ábyrgð.
Helstu verkefni:
- Leiða ljósadeild Þjóðleikhússins í átt að framúrskarandi árangri, annast heildarskipulag og samhæfingu við aðrar deildir í samvinnu við starfsfólk og forstöðumann skipulags, framleiðslu og ferla.
- Tæknileg mönnun leikverka á æfingum og sýningum og við dagleg verkefni í húsi
- Innstilling og frágangur tækja fyrir sýningar og viðburði.
- Bera ábyrgð á viðhaldi á tækjum og búnaði ljósadeildar og að vera leiðandi í framþróun tæknimála Þjóðleikhússins
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af ljósahönnun og öðrum tæknistörfum í leikhúsi eða á sambærilegu sviði
- A.m.k 3 ára reynsla af stjórnun deilda eða teyma
- Mikill kostur ef viðkomandi hefur stýrt tækni- eða framleiðsludeild innan leikhúss
- Reynsla af áætlanagerð og rekstri
- Reynsla og brennandi áhugi á leikhústækni
- Þekking eða skilningur og áhugi á raflögnum
- Mikil hæfni á helstu forrit tengdum leikhústækni og mjög góð almenn tölvukunnátta.
- Jákvæðni, lipurð, drifkraftur og hæfni í mannlegum samskiptum.
Frekari upplýsingar um starfið:
- Um er að ræða 100% starf.
- Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Rafiðnaðarsambands Íslands.
- Umsóknir og fylgiskjöl skulu berast rafrænt í gegnum starfatorg.is en má einnig skila skriflega til skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, 101 Reykjavík.
- Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2024.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 19. ágúst 2024. - Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Tinna Lind Gunnarsdóttir í s. 585 1212. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið tinnalind@leikhusid.is.
Leikhúsið áskilur sér rétt til að ráða ekki í stöðuna ef enginn umsækjandi uppfyllir kröfur.
Öllum umsóknum verður svarað.
Laust er til umsóknar starf í sviðsdeild Þjóðleikhússins
Óskað er eftir jákvæðum, röggsömum og ábyrgum starfskrafti með brennandi áhuga á starfsemi leikhúsa.
Helstu verkefni:
- Uppsetning og frágangur leikmynda og sviðstæknibúnaðar á öllum sviðum og æfingasölum leikhússins frá því sýningar koma til æfinga og til lokasýningar.
- Keyrsla sýninga og leikmyndaskiptingar.
- Almennur frágangur og viðhald sviðs- og sviðsbúnaðar
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Ekki er gerð krafa um menntun en menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af starfi í leikhúsi
- Röggsemi, nákvæmni, ábyrgð, stundvísi
- Rík þjónustulund, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð nálgun
- Vilji til verka og metnaður til að vinna þau verk sem undir starfssviðið falla
- Góð samskipa – og samvinnufærni
- Vönduð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
Frekari upplýsingar um starfið:
- Um er að ræða 100% starf.
- Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Sameykis
- Umsóknir og fylgiskjöl skulu berast rafrænt í gegnum starfatorg.is en má einnig skila skriflega til skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, 101 Reykjavík.
- Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2024.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 19. ágúst 2024. - Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásdís Þórhallsdóttir í síma 585 1239. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið asdisth@leikhusid.is.
Leikhúsið áskilur sér rétt til að ráða ekki í stöðuna ef enginn umsækjandi uppfyllir kröfur.
Öllum umsóknum verður svarað.