/
Framúrskarandi vinkona
Upplýsingar fyrir fjölmiðla

Frumsýning 26. desember á Stóra sviði Þjóðleikhússins

Framúrskarandi vinkona er stór leiksýning. Sagan er epísk og uppsetningin verður það ekki síður. Sýningin verður sannkölluð leikhúsveisla, ríflega þrjár og hálf klukkustund með tveimur hléum. Það má ekki minna vera til að gera sögu þeirra Elenu og Lilu skil. Bækurnar sem hafa hrfið heiminn allan lifna nú við í uppsetningu suður-afsríska leikstjórans Yaël Farber. Koma hennar hingað til lands er einstakur fengur.

Leikstjórinn sem treystir tilviljunum

Þegar suður-afríski leikstjórinn Yaël Farber fékk símtal frá Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra og heyrði hvert erindið var ætlaði hún vart að trúa eigin eyrum. „Þetta var dásamleg tímasetning. Ég hafði tekið Napólí-fjórleik Elenu Ferrante með mér til Kúbu og gleypt allar bækurnar í mig á örstuttum tíma.
Bókstaflega sama dag og ég lauk við fjórðu bókina hringdi Magnús, en þá höfðu nýlega orðið breytingar á mínum áætlunum. Ég treysti svona tilviljunum og þekktist boðið þegar í stað.“

Úr viðtala Sölku Guðmundsdóttur við Yaël Farber. Viðtalið birtist í kynningarriti Þjóðleikhússins.

Lesa allt viðtalið

Skoski kóngurinn í uppsetningu Yaël sló í gegn í Almeida

Síðasta verkefni Yaël var að sviðsetja Macbeth í Almeida leikhúsinu í London. Skemmst frá að segja voru viðtökurnar frábærar og gagnrýnendur birtu hvern fimm stjörnu dóminn á fætur öðrum.

Nánar um sýninguna

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 16 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími