01. október 2020

Vel heppnað tækninámskeið Þjóðleikhússins

Á dögunum stóð Fræðsludeild Þjóðleikhússins fyrir tækninámskeiði í samstarfi við Bandalag íslenskra áhugaleikfélaga. Námskeiðið var ætlað ljósa- og hljóðmönnum  áhugaleikhúsa eða félagsmiðstöðva og þeim sem vinna með ljós og hljóð á öðrum vettvangi. Undirtektir voru frábærar og fylltist á bæði námskeiðin á nokkrum dögum og komust færri að en vildu. Kennarar voru tæknimenn hússins, þeir Halldór Örn Óskarsson, ljósameistari,  Kristinn Gauti og Aron Þór og Kristján Sigmundur.

Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir tækninámskeiði af þessu tagi en af viðtökunum að dæma verða örugglega fleiri slík í nánustu framtíð.  Uppástungur um frekara námskeiðshald eða fyrirspurnir um fræðlsumál má senda á Björn Inga Hilmarsson (bjorningi@leikhusid.is) en hann hefur nú tekið við sem forstöðumaður fræðsludeildar. Því starfi hefur Þórhallur Sigurðsson gegnt til fjölda ára og sinnt því af mikilli kostgæfni.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími