Útskriftarsýning Leikhússkólans
Leikhússkóli Þjóðleikhússins – Útskriftarsýning 2025
Fyrsti útskriftarárgangur Leikhússkóla Þjóðleikhússins setur upp eigin leiksýningu, sem samanstendur af fjórum stuttum leikverkum eftir nemendur úr skólanum, og er hún að öllu leyti unnin og flutt af nemendum.
Nemendur leikhússkólans hafa á leikárinu fengið að kynnast starfsemi allra deilda Þjóðleikhússins sem og starfi listrænna stjórnenda við leiksýningar, og prófað sig áfram með þá kunnáttu sem þau hafa öðlast. Í síðasta hluta námsins verða nemendur að leikhóp þar sem þau setja saman sína eigin sýningu og ganga í öll störf sem uppsetning leiksýningar krefst.
Nemendahópurinn í ár vann fjögur 30 mínútna verk sem mynda útskriftarsýninguna. Nemendur sjá um framleiðslu, handritaskrif, leikstjórn, leikmynda- og búningahönnun, hljóðhönnun, ljósahönnun, dans- og sviðshreyfingar, sýningarstjórn og leik, undir handleiðslu kennara með stuðningi frá starfsfólki Þjóðleikhússins.
Þann 7. júní er uppskeruhátíð á Litla sviði Þjóðleikhússins við Lindargötu þar sem nemendur sýna afrakstur vinnu sinnar. Sýningin er flutt tvisvar á sama degi, kl. 14:00 og kl. 18:00 og tekur rúma tvo tíma með hléi. Aðalæfing verður föstudaginn 6. júní kl. 13:00. Miðaverð er 500 kr.
Útskriftarnemar 2025:
Agla Bríet Bárudóttir, tónskáld, hljóðmynd, leikari
Ástrós Hind Rúnarsdóttir, höfundur, leikstjóri
Auður Árnadóttir, framleiðsla og sýningarstjórn
Dóra Bjarkadóttir, leikmynd, búningar, gervi
Elín Snæfríður M. Conrad, höfundur, leikari
Erna María Ármann, leikstjórn, ljóshönnun, leikari
Jóna Margrét Guðmundsdóttir, tónskáld, hljóðmynd, leikari
Krummi Kaldal Jóhannsson, búningar, props, leikari
Lára Stefanía Guðnadóttir, sviðshreyfingar, ljós, leikari
Lea Alexandra Gunnarsdóttir, leikstjórn, leikari
Matthías Davíð Matthíasson, tónskáld, hljóðmynd
Nadía Hjálmarsdóttir, framleiðsla og sýningarstjórn
Ólafur Jökull Hallgrímsson, ljósahönnun, hljóðhönnun, leikari
Olga Maggý Erlendsdóttir, leikmynd, búningar, leikur
Sigríður Rut Ragnarsdóttir, leikari
Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir, leikmynd, props, leikari
Thea Snæfríður Kristjánsdóttir, höfundur, leikmynd, leikari
Þorsteinn Sturla Gunnarsson, höfundur, leikstjóri