07. Des. 2020

Þjóðleikhússtjórar líta yfir farinn veg 1 – Sveinn Einarsson í viðtali við Sigmund Örn

Í Leikhúshlaðvarpinu rifjum við upp sögu Þjóðleikhússins með ýmsu móti, og við buðum meðal annars fyrrum þjóðleikhússtjórum að koma í heimsókn, líta yfir farinn veg, og ræða um árin sín í Þjóðleikhúsinu og leikhúsið í víðara samhengi. Í fyrsta þættinum ræðir Sigmundur Örn Arngrímsson, fyrrum skipulagsstjóri, leikari og leikstjóri við Þjóðleikhúsið, við Svein Einarsson sem var þjóðleikhússtjóri á árunum 1972 til 1983. Spjallið var tekið upp í nóvember 2020.
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími