14. Apr. 2021

Sýningar hefjast á nýjan leik

Í ljósi nýrra tilslakana á sóttvarnarreglum mun Þjóðleikhúsið hefja sýningar að nýju á næstu dögum. Því miður verður þó bið á því að Kardemommubærinn hefji göngu sína en aðstæður til þess eru ekki hentugar ennþá. Við erum stöðugt að endurmeta stöðuna og allir miðaeigendur verða upplýstir um leið og nýjar ákvarðanir verða teknar. Hér er listi yfir allar sýningar og hvenær þær hefja göngu sína á nýjan leik.

  • Nashyrningarnir – Frumsýningar verða tvær. Sú fyrri verður sumardaginn fyrsta, 22. apríl og sú seinni 23. apríl. Allir sýningardagar færast til og miðaeigendur fá nýja miða senda í tölvupósti.
  • Vertu úlfur – sýningar hefjast á nýjan leik 17. apríl. Allir sýningardagar færast til og miðaeigendur fá nýja miða senda í tölvupósti.
  • Kardemommubærinn – því miður verður ekki hægt að hefja sýningar á Kardemommubænumn að sinni en von er á nýjum upplýsingum í byrjun maí.
  • Kópavogskrónika – sýningar hefjast á nýjan leik 30. apríl. Allir sýningardagar færast til og miðaeigendur fá nýja miða senda í tölvupósti.
  • Kafbátur – sýningar hefjast á nýjan leik 24. apríl. Allir sýningardagar færast til og miðaeigendur fá nýja miða senda í tölvupósti.

Ef nýjar dagsetningar henta ekki er gestum velkomið að færa sýningardaga.Við þökkum áhorfendum okkar kærlega fyrir auðsýnda þolinmæði og skilning.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur aftur í leikhúsinu.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími