11. Mar. 2020
Sýning kvöldsins á Einræðisherranum fellur niður
Ákveðið hefur verið að fella niður sýningu kvöldsins á Einræðisherranum. Tekið skal fram að það er ekki vegna gruns um Covid-19-smit, heldur til að gæta ítrustu varúðar.

Sýning kvöldsins átti að verða síðasta sýning verksins. Vegna aðstæðna verður ekki hægt að koma fyrir sýningu á verkinu síðar og því ekki hægt að bjóða gestum miða á aðra sýningu á þessu verki. Þeir sem áttu miða á sýninguna stendur til boða að velja sér aðra sýningu á fjölum Þjóðleikhússins eða fá miðana endurgreidda.

Hægt er að hafa samband við miðasölu til þess að ganga frá endurgreiðslu eða finna aðra miða. Síminn er 551 1200.
Einnig hægt að senda póst á midasala@leikhusid.is.

Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími