21. Jan. 2022

Stefnt að því að hefja sýningar að nýju í febrúar

Rétt er að ítreka að engar sýningar eru um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu, en núverandi áætlanir gera ráð fyrir að sýningar hefjist aftur í febrúar. Eins og gefur að skilja hefur ekki verið hægt að fastsetja neitt í þeim efnum ennþá.

Þetta ástand sem hefur varað núna í hátt í tvö ár hefur verið krefjandi og talsverð áskorun fyrir starfsfólk leikhússins, ekki síst miðasölu, sem hefur síendurtekið þurft að færa til sýningardaga. Við viljum nota tækifærið og þakka leikhúsgestum okkar þolinmæðina og skilninginn. Við ítrekum einnig að allir miðar eru tryggðir og nýir miðar verða sendir leikhúsgestum um leið og hægt er að staðfesta dagsetningar.

Ef þróunin heldur áfram að vera jákvæð styttist vonandi í að dyrum leikhússins verði lokið upp að nýju og við fáum tækifæri til að skapa fleiri góðar leikhúsminningar; gleyma okkur saman og hrífast. Þangað til höldum við áfram að rifja upp eftirminnilegar sýningar og sögur tengdar þeim á Facebook síðunni okkar.

SKOÐA FACEBOOK
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími