20. Okt. 2022

Starfsfólk Þjóðleikhússins gróðursetur 4000 plöntur

Það var glatt á hjalla hjá starfsfólki Þjóðleikhússins sem gróðursetti í gær rúmlega 4000 tré í Heiðmörk í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Þetta er átaksverkefni starfsfólks og hluti af grænum skrefum leikhússins og viðleitni til að kolefnisjafna starfsemi leikhússins. Fyrr í vetur kynnti leikhúsið að hætt væri að fjöldreifa kynningarriti haustsins í þeim tilgangi að minnka kolefnisspor leikhússins.

Nánar um græna stefnu


Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími