05. Des. 2022

Spennandi leikhúsnámskeið á vormisseri

Þjóðleikhúsið og Endurmenntun standa fyrir tveimur skemmtilegum leikhúsnámskeiðum á vormisseri. Annars vegar um Draumaþjófinn, fjölskyldusöngleikinn sem fer á fjalirnar í mars og hins vegar á að endurtaka vel heppnað námskeið um Þjóðleikhúsið sem haldið var fyrr í haust.


Draumaþjófsnámskeiðið er ætlað börnum og fullorðnum en börn þurfa að vera í fylgd fullorðinna. Á námskeiðinu koma þátttakendur í heimsókn í leikhúsið. Gunnar Helgason, höfundur bókarinnar sem leikritið er byggt á, og Björk Jakobsdóttir, höfundur leikgerðarinnar, segja frá verkinu og því hvernig leiksýning byggð á bók verður til. Farið verður í könnunarleiðangur um ævintýralega leikmyndina á Stóra sviðinu í fylgd Ilmar Stefánsdóttur leikmyndahöfundar. Eftir stutt hádegishlé hefst svo leiksýningin sjálf.

Nánar um Draumaþjófsnámskeið

Þjóðleikhúsið á  bak við tjöldin er skemmtilegt og fræðandi námskeið um Þjóðleikhúsið okkar allra, þar sem þátttakendur kynnast Þjóðleikhúsbyggingunni í sögulegu samhengi, fara í skoðunarferð, öðlast innsýn í vinnuna baksviðs og kynnast því hvernig leikhúsgaldurinn verður til. Sambærilegt námskeið var haldið á liðnu hausti og þóttist heppnast einkar vel.

Nánar um Þjóðleikhúsnámskeið
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími