29. Sep. 2020

Nýir miðar gefnir út á Kardemommubæinn í samræmi við sóttvarnarreglur

Nú þegar hafa 20 þúsund manns keypt miða á Kardemommubæinn og uppselt er á sýninguna út árið 2020. Þjóðleikhúsið leggur allt kapp á að standa fyrir ábyrgu sýningahaldi og tekur öryggismál og sóttvarnir alvarlega. Eftir óvissu undanfarinna mánaða hefur verið tekin ákvörðun um að fjölga sýningum á Kardemommubænum og endurraða gestum í sæti með færri í hverjum sal en venja er. Er þetta gert til þess að mæta samkomutakmörkunum og tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum.

Allir keyptir miðar eru tryggir en núverandi miðar falla úr gildi og gefnir verða út nýir miðar og sendir miðaeigendum. Ef ný dagsetning hentar ekki getur þú haft samband við miðasölu og við finnum nýja dagsetningu fyrir þig.

Í stuttu máli:

    • Allir núverandi miðar á núverandi sæti falla niður og nýir miðar á nýjar dagsetningar og önnur sæti verða sendir þér í tölvupósti á næstu vikum.

 

    • Það þarf enginn að óttast að miðar glatist. Allir sem áttu miða eiga að hafa fengið póst frá leikhúsinu þann 29. september og fá svo senda miða, eigi síðar en 15. október.

 

    • Ef dagsetning á nýjum miðum hentar og þú þarft ekki að gera breytingar þarft þú ekki að hafa samband við miðasölu. Þú getur einfaldlega byrjað að láta þig hlakka til.
    • Ef svo óheppilega vill til að nýjar dagsetningar henti ekki er hægt að óska eftir breytingum. Vinsamlega athugið að sætisnúmer geta líka breyst.

Gera má ráð fyrir að allir hafi fengið nýja miða með tölvupósti í síðasta lagi 15. október. Í einhverjum tilfellum gætu miðar lent í ruslhólfi hjá viðtakendum, og því biðjum við þig að fylgjast með því. Ef þú hefur ekki fengið nýja miða senda þann 15. október, þá biðjum við þig að hafa samband.

Nýjar sýningar í janúar eru nú þegar komnar í sölu.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími