03. Des. 2020

Nýársnóttin flutt í Hljóðleikhúsinu

Nýársnóttin, eftir Indriða Einarsson var á dagskrá Hljóðleikhússins í gær. Nýársnóttin er stórmerkilegt leikrit fyrir margra hluta sakir. Það var t.a.m. fyrsta leikritið sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á opnunardegi hússins, 20. apríl 1950. Höfundur þess, Indriði Einarsson var auk þess ötull baráttumaður fyrir byggingu Þjóðleikhússins.

Nýársnóttin var fyrst frumsýnd á annan í jólum árið 1907 hjá Leikfélagi Reykjavíkur  Í verkinusegir frá baráttu manna og álfa og er undra- og kynjaveröld verksins mörgum í fersku minni. Hér tekst Harpa Arnardóttir leikstjóri á við verk sem á sértakan stað í hjarta hennar.Indriði skrifaði á sínum tíma í tímaritið Óðin og hvatti þar til þess að ráðist yrði í að byggja Þjóðleikhús. Þar segir hann m.a.: “Leikhúsið sameinar í sér allar listir í einu, ef það er fullkomnara en við höfum átt að venjast. Það er efsta loft menningarinar í hverju landi”.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími