19. Nóv. 2021

Jólaboðið frumsýnt í Kassanum

Föstudaginn 19. nóvember frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Jólaboðið í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Í Jólaboðinu fylgjumst við með sögu íslenskrar fjölskyldu í fjörugri og óvenjulegri sviðsetningu, eins og Gísla Erni er einum lagið.

Við gægjumst inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili. Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman á jólum, á ólíkum áratugum, og upplifum með henni umrót heillar aldar; tvær heimsstyrjaldir, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og ýmis umskipti í hugsunarhætti fólks. Fjölskyldan reynir í senn að aðlaga sig að breyttum aðstæðum og viðhalda gömlum venjum, en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina æ ofan í æ úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök!

Handritið skrifa Gísli Örn Garðarsson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir en það er byggt á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag, sem er innblásið af leikritinu The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder.

KAUPA MIÐA

Leikarar:
Baldur Trausti Hreinsson • Ebba Katrín Finnsdóttir • Guðjón Davíð Karlsson • Gunnar S. Jóhannesson • Nína Dögg Filippusdóttir • Ólafía Hrönn Jónsdóttir • Ragnheiður K. Steindórsdóttir • Þröstur Leó Gunnarsson.

Listrænir stjórnendur:
Leistjórn: Gísli Örn Garðarsson • Handrit: Gísli Örn Garðarsson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir • Leikmynd: Börkur Jónsson • Búningar: Helga I. Stefánsdóttir • Lýsing: Halldór Örn Óskarsson • Tónlist: Salka Sól Eyfeld og Tómas Jónsson • Hljóðhönnun: Kristinn Sigmundur Einarsson • Dramatúrg: Melkorka Tekla Ólafsdóttir

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími