18. Des. 2020

Hljóðleikhúsið – Dóttir Faraós

Jón Trausti er best þekktur fyrir skáldsögur sínar, t.d. Heiðarbýlið og Önnu frá Stóruborg, en skrifaði leikritið Dóttur Faraós árið 1914. Verkið hefur aldrei verið sett upp en er um margt forvitnilegt verk. Þar segir blind eldri kona barnabörnum sínum sögu um dóttur faraós sem kemur til Íslands í líki sels, Íslendingur verður ástfanginn af henni, stelur hamnum og kyrrsetur hana hjá sér. Verk um manninn í dýrinu og dýrið í manninum. Anna María Tómasdóttir lærði leikstjórn í New York og leikstýrir hér sínu fyrsta verki í Þjóðleikhúsinu.

 

Leikarar: Birgitta Birgisdóttir, Snorri Engilbertsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Pálmi Gestsson, Atli Rafn Sigurðarson

Leikstjóri: Anna María Tómasdóttir. Hljóðhönnun og hljóðstjórn: Aron Þór Arnarsson. Umsjón: Jón Stefán Sigurðsson.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími