28. Okt. 2025

Grínkjallarinn hefur göngu sína á nýjan leik

Grínkjallarinn er heitið á uppistandsdagskrá sem verður öll fimmtudagskvöld í Þjóðleikhúsinu í vetur. Dagskránni var ýtt úr vör á síðasta leikári og nú hefur nýr hópur grínarara tekið við keflinu. Það eru þau Vigdís Hafliða, Hekla Elísabet, Bolli Már og Guðmundur Einar sem fara fyrir hópnum. Á hverju grínkvöldi fá þau til sín gestagrínara. Fyrsta kvöldið verður næstkomandi fimmtudag, 30. október og miðasalan er hafin.

Kaupa miða

Grínkjallarinn kom, sá og sigraði hjörtu grínþyrstra íslendinga á síðasta leikári Kjallarans og snýr því aftur í vetur, ferskari en nokkru sinni fyrr.  Frábær skemmtun fyrir fjölskulduna, vinahópinn, vinnustaðinn, saumaklúbbinn, gönguhópinn, sértrúarsöfnuðinn eða hvern þann sem þarf að lyfta sér upp.

Glænýtt grínstjórateymi Grínkjallarans samanstendur af Vigdísi Hafliða, Heklu Elísabetu, Bolla Má og Guðmundi Einari, sem halda uppi fjörinu á fimmtudagskvöldum í vetur ásamt gestagrínurum úr úrvalsliði íslenskra uppistandara.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími