Tanja Levý er fjölfaglegur hönnuður sem starfar helst á sviði búninga-, fata og textílhönnunar, stíliseringu og leikmyndahönnun. Hún útskrifaðist með bakkalársgráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og diplómu í textílhönnun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2014. Hún var einnig í skiptinámi í fatahönnun AAAD í Prag og starfsnámi hjá bresk/japanska fatahönnuðunum Eley Kishimoto í London. Þar að auki hóf hún nám í MCM í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Á síðustu árum hefur hún verið sjálfstætt starfandi og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum, þar á meðan hannað búninga, leikmuni og leikmynd fyrir kvikmyndir, sviðslistir, leikrit og auglýsingar. Síðustu misseri hefur Tanja hannað búninga fyrir söng- og dansmyndina Abbababb, búninga fyrir samnorræna sviðsverkið Harlequin, sýnt á Hangö Teatertraff og leikmynd og búninga ásamt Jökli Jónssyni fyrir Forspil að framtíð, sýnt í Norræna húsinu.